fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Skynsemi og ferðaþjónusta

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 30. júní 2017 08:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rigningin virðist ekki trufla tjaldbúa á tjaldsvæðinu í Laugardal, sem eftast er þétt setið þessar vikurnar. Um 650 manns geta búið á svæðinu hverju sinni. Mynd/Sigtryggur Ari

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar, OECD, eru lagðar fram ýmsar skynsamlegar tillögur, þar á meðal að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði hækkaður til jafns við aðrar greinar. Þá hugmynd hafði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra reyndar þegar fengið. Viðbrögð ferðaþjónustunnar við þeirri tillögu hans voru eins og búast mátti við á þeim bæ; menn veinuðu og börmuðu sér og sögðu atvinnugreinina svo sérstaka að ekki mætti flokka hana til jafns við aðrar greinar. Ríkisstjórnin þarf að gæta sín á því að verða ekki svo meðvirk að hún taki mark á þessu kveini og aumki sig yfir atvinnugrein sem græðir á tá og fingri. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að ferðaþjónustan borgi sama virðisaukaskatt og aðrar greinar – helst þegjandi og hljóðalaust þótt varla sé hægt að búast við því. Grátkór ferðaþjónustunnar er orðinn jafn þreytandi og grátkór útgerðarinnar og jafn marklaus.

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

OECD segir einnig að takmarka verði aðgengi að viðkvæmum stöðum á landinu og taka upp gjöld til að stýra flæði ferðamanna. Þetta eru svosem engar fréttir, of lengi hefur verið ljóst að á þessu er þörf. Síðasta ríkisstjórn hefði betur áttað sig á því og gripið í taumana. Nú er komið í algjört óefni hvað þessi mál varðar. Fallegir og viðkvæmir staðir á landinu eru sumir hverjir að eyðileggjast vegna ágangs og skeytingarleysis ferðamanna og aðrir eru í stórhættu. Ferðamenn eiga ekki að fá að vaða eftirlitslausir um viðkvæm svæði þar sem því miður finnast dæmi um meðvitaða skemmdarstarfsemi. Ekkert er síðan athugavert við að takmarka fjölda ferðamanna á þessum svæðum. Um leið verða menn að losa sig við þá hugsun að ekki megi rukka ferðamenn sem heimsækja vinsæl svæði og náttúruperlur. Mikilvægt er að á bak við allar þær framkvæmdir sé skynsamleg hugsun, ekki bara gróða- og hagnaðarsjónarmið.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Núverandi ríkisstjórn verður að láta hendur standa fram úr ermum. Nýr ferðamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, er greinilega viljugur til þess og vill hafa samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir til að koma skikk á þessi mál og sér jafnvel fyrir sér nýja stofnun eða einingu þar sem unnið er að rannsóknum er varða náttúru landsins og ferðamannastaði. Ferðamálaráðherra er vonandi svo starfsamur að einhver hreyfing fari að komast á mál sem hafa verið í alltof miklum hægagangi á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar