fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Verðlækkanir í kortunum í miðborginni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2019 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dræm sala á nýjum íbúðum í miðbæ Reykjavíkur bendir til þess að verðlækkun gæti verið framundan á því svæði,“ segir í ritinu Fjármástöðugleiki sem Seðlabankinn gaf út í dag.

Í ritinu er meðal annars fjallað um fasteignamarkaðinn og bent á að raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafi lítið breyst undanfarið ár. Þó gerðist það í júní og júlí að raunverðslækkun mældist og var það í fyrsta sinn frá árinu 2012 að það gerist.

„Raunvirði íbúða í fjölbýli hafði í ágúst hækkað um 0,4% á milli ára en raunvirði íbúða í sérbýli stóð í stað. Utan höfuðborgarsvæðisins var 0,1% raunhækkun milli ára. Verðþróun þar virðist fylgja þróuninni á höfuðborgarsvæðinu með nokkurri tímatöf.“

Þá er bent á að velta í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu átta mánuðum ársins hafi verið aðeins minni að raunvirði en á sama tíma fyrir ári.

„Ef horft er framhjá fyrsta ársfjórðung hefur veltan á tímabilinu frá apríl til loka ágúst dregist saman um 17% að raunvirði samanborið við sama tímabil fyrir ári síðan. Er samdrátturinn svipaður í fjölbýli og sérbýli. Íbúðum á sölu hefur hins vegar fjölgað mikið milli ára eða um 38% miðað við lok ágúst. Umsvif á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafa því minnkað á sama tíma og framboð er að aukast.“

Eins og flestum er kunnugt hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu mikið á árunum 2016 og 2017, umfram bæði laun, leiguverð og byggingarkostnað. Í riti Seðlabankans kemur fram að þessi þróun hafi nú snúst við. Þannig hafði launavísitalan hækkað um 4,3% á síðastliðnum 12 mánuðum í lok ágúst, vísitala leiguverðs um 3,7% og vísitala byggingarkostnaðar um 4,6%, en vísitala fasteignaverðs hafði hækkað um 3,6%.

Seðlabankinn bendir á að nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað mikið síðustu ár. Á árunum eftir efnahagsáfallið hafi verið óvenjulítil fjárfesting í íbúðarhúsnæði, sem leiddi til íbúðaskorts þegar eftirspurn glæddist á ný.

„Samkvæmt spá Samtaka iðnaðarins er búist við að tæplega 2.300 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári næstu þrjú árin samanborið við um 1.300 íbúðir á ári á síðustu þremur árum. Gangi spáin eftir verður framboð nýrra íbúða á næstu árum mun meira en á uppgangsárunum fyrir efnahagsáfallið, en á árunum 2006 til 2008 komu árlega um 2.100 nýjar íbúðir inn á markaðinn. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þessi þróun ætti að leiða til þess að íbúðir sem áður voru nýttar í skammtímaútleigu komi á sölu eða í langtímaleigu. Því má gera ráð fyrir að framboð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu aukist nokkuð á næstu misserum. Hins vegar virðist fjöldi erlendra starfsmanna í byggingariðnaði hafa náð hámarki ásamt því að sementssala er farin að dragast saman. Þetta gæti bent til þess að hægja fari á byggingu húsnæðis á næstu árum,“ segir í ritinu.

Þá segir að kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað um 12% á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Fækkun samninga um kaup á nýbyggingum var enn meir,i eða 26%.5 Þá bendi gögn yfir nýbyggingar á markaði og samninga um kaup á nýbyggingum  til þess að sölutregða sé á nýbyggingum í miðbæ Reykjavíkur.

„Um 70-90% af nýjum íbúðum sem komið hafa inn á markaðinn á matsvæðum utan miðbæjarins sl. þrjú ár eru seld en einungis um fjórðungur nýbygginga í miðbæ Reykjavíkur. Dræm sala á nýjum íbúðum í miðbæ Reykjavíkur bendir til þess að verðlækkun gæti verið framundan á því svæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings