fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hrafnkell dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir þriggja tíma martröð: Ætlaði að stinga konu til dauða ef hún myndi ekki stynja

Karlmaður hefur verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps, frelsissviptingu, nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 15. júní 2017 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir Hrafnkeli Óla Hrafnkelssyni sem var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur fyrir tilraun til manndráps, frelsissviptingu, nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn konu á þrítugsaldri. Hæstiréttur þyngdi dóminn úr átta árum í tíu. Hrafnkell tjáði sig um málið í febrúar og kvaðst þá saklaus. Hann var ákveðinn í að áfrýja dómnum. Niðurstaðan er að Hæstiréttur ákvað að þyngja dóminn um 2 ár. DV fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms í febrúar.

Hrafnkell Óli Mynd tekin á Litla-Hrauni og birt á Facebook-síðu Hrafnkels.
Hrafnkell Óli Mynd tekin á Litla-Hrauni og birt á Facebook-síðu Hrafnkels.

Í dómnum kemur fram að árás Hrafnkels á konuna hafi verið gífurlega hrottafengin. Hann svipti konuna frelsi sínu frá klukkan 5:30 til 8 þann 24. júlí í fyrra. Samkvæmt dómnum þá kom maðurinn óboðinn til konunnar ásamt félaga sínum eftir að hafa skemmt sér í miðbænum. Konan leyfði mönnunum að gista á sófa hennar í stofunni.

Þeir hafi þó komið inn í herbergi hennar á nærfötunum einum, lagst upp í rúm hjá henni, káfað á henni og reynt að kyssa hana. Konan kvaðst hafa orðið brjáluð og reynt að losna við þá. Hún sagði í vitnisburði sínum að þeir hafi verið út úr dópaðir. Stuttu síðar fór félagi mannsins en hann sneri aftur. Hann sagði henni að hún væri að vanvirða hann með því að vilja ekki sofa hjá honum.

Fannst hún vera að deyja

Að lokum réðst Hrafnkell á hana og tók í háls hennar og reyndi að nauðga henni. Konan náði að fara úr rúminu en þá tók maðurinn í hálsinn á konunni og tók hana niður á gólfið og hélt fast.

„Vitnið kvaðst þó hafa náð að losa sig og hlaupa fram á gang og opna útidyrahurðina, en vegalengdin sé svo stutt að ákærði hefði strax náð vitninu og snúið það niður með hálstaki fyrir utan útidyrahurðina. Vitnið kvaðst hafa reynt eins og það gat að sparka og klípa í punginn á ákærða og losna,“ segir í dómi.

Samkvæmt dómi stóð þetta yfir lengi og fannst konunni eins og hún væri að deyja. Það eina sem hún muni af þessu hafi verið að hún hafi hætt að geta hreyft sig og hristist í fótunum.

„Það næsta sem vitnið muni er að það hefði rankað við sér í rúminu og þá hefði ákærði verið kominn með hníf og haldið í hálsinn á vitninu og hótaði að nauðga vitninu og lemja það. Hann hefði hótað að drepa vitnið ef það hætti ekki að gráta,“ segir í dómi.

Færði hana með valdi á klósettið

Eftir þetta spurði konan hvort hún mætti ekki fara í sturtu en þá færði maðurinn hana með valdi inn á klósett og í sturtu „Þar hefði ákærði hrint vitninu í gólfið og nauðgað henni aftan frá og ýtt vitninu upp að vegg og tekið það hálstaki. Eftir það hefði ákærði tekið vitnið úr sturtunni og fram á gang. Þá hefði ákærði verið með hníf sem hann hafi geymt í vaskinum á meðan vitnið var í sturtunni, en þegar ákærði ætlaði að fara með vitnið á ný inn í herbergið hefði ákærði hótað vitninu með hnífnum og skorið í andlit þess.

Eftir það hefði ákærði farið með vitnið inn í herbergið og nauðgað vitninu og sagst ætla að stinga það til dauða ef vitnið myndi ekki stynja fyrir hann. Þá hefði ákærði einnig hrint vitninu á magann í rúminu og nauðgað því í rassinn,“ segir í dómi.

Hélt fram sakleysi sínu

Réttarmeinafræðingur telur Hrafnkel hafa veitt sér skurðinn sjálfur
Birti mynd af skurð Réttarmeinafræðingur telur Hrafnkel hafa veitt sér skurðinn sjálfur

Hrafnkell birti í febrúar nokkurra mánaða gömul skrif þar sem hann sagðist vera saklaus af hinni hrottalegu árás. Þá birti hann einnig mynd af sér með skurð sem einn réttarmeinafræðingurinn telur að Hrafnkell hafi veitt sér sjálfur. Hrafnkell afplánar nú dóm sinn á Litla-Hrauni en þar mega fangar ekki vera á netinu. Eftir að DV greindi frá skrifum Hrafnkels á Facebook fjarlægði hann skrifin.

Hótaði að drepa sig

Hrafnkell brotnaði að lokum niður og hótaði að drepa konuna og sjálfan sig. Það hafi engu breytt þó hún hafi farið að tala um börnin þeirra. „Hann hefði bara ætlað að drepa vitnið, það hefði sést á honum. Eftir þetta hefði ákærði farið með vitnið aftur inn á bað, en brotnað niður og farið að gráta og sagt að vitninu væri drullusama um hann.

Þá sagði hann vitnið geta hringt á lögregluna. Hann vildi bara deyja. Hrafnkell hefði síðan tekið upp hnífinn og reynt að fá vorkunn hjá vitninu og sagst ætla að drepa sjálfan sig og byrjað að skera í hálsinn á sér,“ segir í dómi.

Konan náði að lokum að senda SMS til lögreglu sem handtók manninn á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni