fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Engin verðlaun afhent eftir úrslitaleik á Íslandsmótinu – Foreldrar ósáttir – „Við stóðum eins og illa gerðir hlutir þarna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. október 2019 10:30

Frá N1-vellinum, heimavelli Vals.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau mistök urðu hjá KSÍ í gær að verðlaunaafhending eftir úrslitaleik kvenna í 3. flokki á Íslandsmótinu í knattspyrnu gleymdist. Enginn bikar og engin verðlaun voru afhent. „Pétur Pétursson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val, átti að afhenda verðlaunin og við stóðum bara þarna eins og illa gerðir hlutir. Þetta var mjög miður,“ segir ósátt foreldri eins leikmanna Íslandsmeistara Breiðabliks í 3. flokki við DV.

Viðkomandi aðila þykir þetta vera mikil óvirðing við þá leikmenn sem áttu í hlut. Leikurinn fór fram að Hlíðarenda, heimavelli Vals, og þarna áttust við Valur og Breiðablik. Breiðablik sigraði og varð Íslandsmeistari. Foreldrið lýsir því sem gerðist eftir leikinn svo:

„Þegar leik var lokið söfnuðust stelpurnar saman, eins og venja er, og biðu eftir verðlaunaafhendingu en það var enginn bikar né verðlaunapeningar tilbúnir til afhendingar af hálfu KSÍ. Bæði lið stóðu því í um 10-15 mínútur á vellinum í úrhellis rigningu og roki og biðu þess að bikar yrði afhentur svo hægt væri að fagna tveimur efstu sætum á Íslandsmótinu. Þegar biðin var orðin óþolandi fór aðili Vals inn á Hlíðarenda og náði í gamlan bikar úr einhverjum verðlaunaskápi sem afhentur var sem sigurlaun. Sem sé, enginn bikar, engir verðlaunapeningar, engin formleg afhending af hálfu KSÍ og stelpurnar látnar standa eins og illa gerðir hlutir á vellinum í slagviðrinu að bíða verðlaunanna.“

Foreldrið sendi fyrirspurn vegna málsins á KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri svaraði:

„Því miður urðu þau leiðu mistök hjá okkur í gær að það gleymdist að “úthluta” þessari verðlaunaafhendingu, þannig að það fór enginn frá okkur á staðinn.Það uppgvötaðist ekki fyrr en eftir leikinn og það tók tíma að koma bikarnum og medalíunum frá Laugardalsvelli og inn á Hlíðarenda.“

Foreldrið segir hins vegar við DV að upplifun allra á staðnum hafi verið sú að bikarinn og verðlaunin hafi aldrei komið því allir voru horfnir á braut áður en nokkur bikar eða medalía sást á svæðinu. Viðkomandi segir jafnframt:

„Þessi óvirðing KSÍ þykir mér fyrir neðan allar hellur og ólíðandi að ferlar sambandsins skuli ekki vera skýrari en þetta. Þetta er ólíðandi. Hér er um að ræða stelpur sem eru búnar að leggja ótrúlega hart að sér til að ná þessum áfanga sem á að vera stærsta stundin á þeirra stutta fótboltaferli – og svo getur KSÍ ekki einu sinni veitt verðlaun. Mikil skömm fyrir sambandið, finnst mér.“

Klara skrifaði ennfremur í tölvupóstinum til foreldrisins:

„Okkur þykir þetta ákaflega miður, við skipuleggjum fjölmargar verðlaunaafhendingar á hverju ári og fram að þessu var tímabilið búið að ganga áfallalaust.

Við eigum eftir að fara betur yfir þetta og gerum það á morgun, en þar er ljóst að hér voru einfaldlega um að ræða mistök á skrifstofunni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Í gær

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af