fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Telur líklegt að barnaklám sé framleitt á Íslandi – Sex börn gerð út í vændi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2019 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur fengið til meðferðar sex mál þar sem börn voru gerð út í vændi. Hún telur líklegt að slíkir glæpir séu framdir í dag og fari nú fram á netinu. RÚV greinir frá þessu.

„Þetta eru alls konar mál, og meðal annars mál þar sem fleiri en eitt barn voru með svo og svo mörgum mönnum í einu, og börn sem karlar veittu öðrum körlum aðgang að,“ segir Guðrún. „Allt þetta barnaklám sem verið er að fást við í dag, það er alþjóðlegt, og það væri of einfeldningslegt ef við héldum að við myndum sleppa.“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill auka áherslu á rannsóknir á barnaníði á netinu. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu RÚV að lögregluna grunaði að dæmi væru um að Íslendingar hefðu pantað kynferðisbrot gegn börnum á netinu. Telur lögreglan einnig líklegt að Íslendingar hafi tekið þátt í slíku barnaníði. Guðrúnu segir ekki ósennilegt að myndefni af barnaníði sé líka framleitt hér á landi.

Í mörgum tilvikum fer ofbeldið fram í fjarlægum heimshlutum, en er framið samkvæmt fyrirmælum barnaníðinga á Vesturlöndum, og myndskeiðinu streymt til þeirra. Lögreglan telur sennilegt að Íslendingar hafi tekið þátt í slíku barnaníði. En talskonu Stígamóta þykir ekki ósennilegt að myndefni af barnaníði sé líka framleitt hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Í gær

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af