fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2019 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir vörumerkjum Ali, Bónus og FK. Grunur kom upp um salmonellusmit í einum sláturhópi kjúklinga hjá Matfugli. Fyrirtækið hefur stöðvað dreifingu og vinnur að innköllun á vörunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Innköllunin nær einvörðungu til eftirfarandi rekjanleikanúmers:

  • Vöruheiti: Ali, Bónus, FK
  • Rekjanleikanúmer: 215-19-35-1-04
  • Dreifing: Bónusverslanir um allt land, Krónan um allt land og Fjarðarkaup Hafnarfirði

Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar fást hjá Matfugli ehf í síma: 412-1400.

Matvælastofnun tekur fram að ef leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn er steiktur í gegn þá er hann hættulaus til neyslu. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“