fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Nágranni í blokkinni braut á syni Ólafar: „Hann náði sér aldrei á strik“

Auður Ösp
Sunnudaginn 6. október 2019 08:17

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur Ólafar Jónsdóttur Pitts var misnotaður kynferðislega af nágranna þegar hann var sjö ára gamall. Hann beið þess aldrei bætur og leiddist út í drykkju og lyfjamisnotkun á unglingsárum. Hann lést árið 2009 eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af morfíni. Ólöf og sonur hennar, Einar Már Kristjánsson heitinn, bjuggu á sínum tíma í íbúð á vegum Félagsbústaða í Breiðholti. Dag einn sagði Einar móður sinni hvað maður í blokkinni hefði gert við hann.

„Hann sem sagt dobblar Einar inn til sín og lætur hann fá 100 krónur gegn því að fá að snerta hann. sig. Þessi maður lét sjö ára barn fróa sér. Hann lofaði honum síðan að hann mætti fá að horfa á bíómynd gegn því að fá að koma við typpið á honum. Ég fékk áfall.“

Ólöf tilkynnti málið til lögreglunnar og var maðurinn færður til yfirheyrslu hjá lögreglu. Honum var sleppt eftir það. Engin ákæra var gefin út og var málið látið niður falla. Maðurinn fékk að búa áfram í íbúð Félagsbústaða eftir og flutti aftur inn í húsið eftir að honum var sleppt en Ólöf hafði ekki tök á því að flytja með son sinn í burtu fyrr en tveimur árum síðar.

Þetta er aðeins brot af umfjöllun DV þar sem rætt er við foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. DV hefur undanfarnar vikur kortlagt búsetu dæmdra barnaníðinga á Íslandi. Líkt og fram hefur komið þá hafa margdæmdir barnaníðingar hér á landi fullan rétt á því að búa nálægt börnum. Margir þeirra grípa til þess ráðs að breyta um nafn til að forðast ofsóknir.

Umfjöllunina í heild sinni má finna í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Í gær

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af