fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

„Ég er alltaf hrædd um að hann misnoti önnur börn“

Auður Ösp
Föstudaginn 4. október 2019 14:30

Hrædd um fleiri brot Halldóra á barn sem var misnotað kynferðislega og óttast að níðingurinn brjóti af sér aftur. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er pjúra ógeð og hvorki ég né dóttir mín erum að hlífa honum við neinu. Ég hef mætt honum, til dæmis í Kolaportinu. Ég kallaði upp hástöfum að þarna væri barnaperri á ferð. Ég hika ekki við að gera honum lífið leitt. Svona menn eiga einfaldlega ekkert gott skilið,“ segir Halldóra Eyfjörð.

Í helgarblaði DV er rætt við foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Dóttir Halldóru var fimm ára gömul þegar hún var misnotuð kynferðislega af Sveini Ríkharðssyni sem þá var vinur fjölskyldunnar.

Sveinn kallaður Dinni, var árið 2000 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á aldrinum fimm til átta ára.

Þetta var ekki fyrsta brot Sveins; árið 1984 hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm fyrir að brjóta kynferðislega á tíu ára gamalli þroskaskertri stúlku. Sex mánuðir voru bundnir skilorði. Þess ber að geta að þegar dómur féll í seinna málinu var Sveinn grunaður um að hafa brotið gegn fleiri börnum, meðal annars syni sambýliskonu sinnar. Hins vegar voru ekki nægileg gögn til staðar til að sakfella hann.

Sveinn er í dag búsettur í Hafnarfirði, beint á móti sundlaug. Hann hefur undanfarin misseri unnið sem bílstjóri hjá hinum og þessum fyrirtækjum.

„Þessir menn ættu aldrei að fá að búa nálægt börnum“

Halldóru hryllir við að vita af manninum úti í samfélaginu, eftirlitslausum og með frelsi til að vera í samneyti við börn.

„Þetta er ömurlegt og erfitt því ég er alltaf hrædd um að hann misnoti önnur börn,“ segir hún og bætir við að þessar áhyggjur hverfi aldrei. Hún hefur því fylgst náið með ferðum Sveins undanfarin ár og veit hvar hann er að vinna hverju sinni. Hún hefur ekki hikað við að láta vinnuveitendur hans á hverjum stað vita af því að þeir séu með dæmdan barnaníðing á launaskrá.

Þetta er aðeins brot af umfjöllun DV þar sem rætt er við foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. DV hefur undanfarnar vikur kortlagt búsetu dæmdra barnaníðinga á Íslandi. Líkt og fram hefur komið þá hafa margdæmdir barnaníðingar hér á landi fullan rétt á því að búa nálægt börnum. Margir þeirra grípa til þess ráðs að breyta um nafn til að forðast ofsóknir.

Umfjöllunina í heild sinni má finna í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“