fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Níðingur dótturinnar býr beint á móti sundlaug: „Þetta er mjög sjúkt“

Auður Ösp
Laugardaginn 5. október 2019 20:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Ríkharðsson, kallaður Dinni, var árið 2000 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á aldrinum fimm til átta ára. Ein þeirra er dóttir Halldóru og önnur er dóttir Sædísar.

Þetta var ekki fyrsta brot Sveins; árið 1984 hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm fyrir að brjóta kynferðislega á tíu ára gamalli þroskaskertri stúlku. Sex mánuðir voru bundnir skilorði. Þess ber að geta að þegar dómur féll í seinna málinu var Sveinn grunaður um að hafa brotið gegn fleiri börnum, meðal annars syni sambýliskonu sinnar. Hins vegar voru ekki nægileg gögn til staðar til að sakfella hann.

Sveinn er í dag búsettur í Hafnarfirði, beint á móti sundlaug. Hann hefur undanfarin misseri unnið sem bílstjóri hjá hinum og þessum fyrirtækjum.

Hitti níðing dóttur sinnar á Reykjalundi

Sædís Hrönn Samúelsdóttir er móðir einnar stúlkunnar sem Sveinn var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega, frá því hún var fjögurra ára þar til hún var sex ára. Sveinn var vinur og skipsfélagi þáverandi eiginmanns Sædísar og var um tíma inni á gafli hjá fjölskyldunni. Daginn fyrir sex ára afmæli dóttur sinnar voru Sædís og eiginmaður hennar boðuð á fund barnaverndarstarfsmanns. Í ljós kom að Sveinn hafði misnotað dóttur þeirra, og fleiri barnungar stúlkur.

„Ég held að ég muni alltaf koma til með að hafa áhyggjur af því að hann sé enn að,“ segir Sædís. Henni finnst skelfilegt að hugsa til þess að Sveinn sé eftirlitslaus úti í samfélaginu, og enginn skipti sér af því að hann fái að búa beint á móti sundlaug. „Þetta er mjög sjúkt því fjöldi barna sækja þessa sundlaug. Þar á meðal 10 ára gömul dóttir mín.“

Þetta er aðeins brot af umfjöllun DV þar sem rætt er við foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. DV hefur undanfarnar vikur kortlagt búsetu dæmdra barnaníðinga á Íslandi. Líkt og fram hefur komið þá hafa margdæmdir barnaníðingar hér á landi fullan rétt á því að búa nálægt börnum. Margir þeirra grípa til þess ráðs að breyta um nafn til að forðast ofsóknir.

Umfjöllunina í heild sinni má finna í nýjasta helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“