Lögreglan vekur athygli á veðurspánni fyrir næsta sólarhring, en á höfuðborgarsvæðinu er spáð að það gangi í suðaustan 15-23 metra á sekúndu síðdegis. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi. Líkur eru á að það fari að rigna í kvöld.
Það verður áfram hvasst á morgun, suðaustan 13-20 metrar á sekúndu og rigning í fyrramálið, en lægir talsvert seinnipartinn á morgun og styttir upp. Hiti verður á bilinu 7 til 10 stig.
„Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa, mögulega varasamir sviptivindar við háar byggingar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón,“ segir lögregla.
Hér má sjá yfirlit yfir þær viðvaranir sem eru í gildi hjá Veðurstofunni.