fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Óður maður gekk berserksgang í Reykjavík og stofnaði lífi fjölda fólks í hættu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 29. október næstkomandi fyrir ótrúlega ófyrirleitinn akstur. Auk þess liggur hann undir grun í fjölda þjófnaðar-,fjársvika- og húsbrotsmálum.

Á mánudaginn var maðurinn handtekinn eftir ótrúlegan akstur víða í Reykjavík. Raunar er nærtækast að tala um að hann hafi gengið berserksgang. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að hann stofnaði lífi fjölda fólks, þar á meðal barna í hættu.

Hann er sagður hafa ekið Volkswagen Golf um göngustíg við ónefnt skíðasvæði, líklega við Bláfjöll þar sem atvikið átti sér stað í Reykjavík. Þar ók hann með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Auk þess ók hann inn í garð í Reykjavík.

Þetta endaði með því að hann ók á aðra bifreið á ónefndum stað í Reykjavík. Maðurinn var þó hættur því hann réðst á annan ökumann, hrinti honum í jörðina og tók bíl hans ófrjálsri hendi. Hann ók svo burt en var handtekinn síðar þann sama dag. Maðurinn liggur undir sterkum grun um að hafa meðal annars ekið „um göngustíga við […] og […]  þannig litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni, ekið utan í aðra bifreið án þess að nema  staðar og sinna  skyldum sínum við umferðaróhappið, ekið yfir umferðareyjar  og  gegn  rauðu  umferðarljósi,“ líkt og segir í dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“