fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Óður maður gekk berserksgang í Reykjavík og stofnaði lífi fjölda fólks í hættu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 29. október næstkomandi fyrir ótrúlega ófyrirleitinn akstur. Auk þess liggur hann undir grun í fjölda þjófnaðar-,fjársvika- og húsbrotsmálum.

Á mánudaginn var maðurinn handtekinn eftir ótrúlegan akstur víða í Reykjavík. Raunar er nærtækast að tala um að hann hafi gengið berserksgang. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að hann stofnaði lífi fjölda fólks, þar á meðal barna í hættu.

Hann er sagður hafa ekið Volkswagen Golf um göngustíg við ónefnt skíðasvæði, líklega við Bláfjöll þar sem atvikið átti sér stað í Reykjavík. Þar ók hann með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Auk þess ók hann inn í garð í Reykjavík.

Þetta endaði með því að hann ók á aðra bifreið á ónefndum stað í Reykjavík. Maðurinn var þó hættur því hann réðst á annan ökumann, hrinti honum í jörðina og tók bíl hans ófrjálsri hendi. Hann ók svo burt en var handtekinn síðar þann sama dag. Maðurinn liggur undir sterkum grun um að hafa meðal annars ekið „um göngustíga við […] og […]  þannig litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni, ekið utan í aðra bifreið án þess að nema  staðar og sinna  skyldum sínum við umferðaróhappið, ekið yfir umferðareyjar  og  gegn  rauðu  umferðarljósi,“ líkt og segir í dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Í gær

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni