Miklar framkvæmdir standa yfir í húsinu sem áður hýsti Arion banka í miðbæ Mosfellsbæjar. Þeir Sigmar Vilhálmsson – Simmi Vill – og Vilhelm Einarsson eru þar að innrétta nýjan veitingastað. Þetta kemur fram á vef Mosfellings. Staðurinn mun bera nafnið Barion og verður í senn sportbar, hverfisbar og veitingastaður.
Sigmar segir í viðtali við Mosfelling að það hafi verið flókið verkefni að vinna sig í gengum bankahvelfinguna þegar húsnæðinu var breytt úr vistarverum banka í bar og veitingastað. Mun það hafa tekið sjö menn í fimm daga að bora og brjóta niður.
Stefnt er að því að opna Barion á næstu vikum.