fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Ofbeldismaður iðraðist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2019 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í morgun sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir alvarlega og hættulega líkamsárás. Aðfaranótt föstudagsins 2. febrúar árið 2018 réðst hann að manni á skemmtistaðnum Götubarinn við Hafnarstræti á Akureyri. Hann sló manninn með krepptum hnefa í andlitið þannig að hann féll í gólfið og þar sem hann lá í gólfinu sparkaði hann í andlit hans með þeim afleiðingum að þolandinn hlaut skurð á nefi, blóðnasir, sár á enni og hægri kinn, brot á framhlið hægri miðframtannar í efri gómi sem náði inn að tannbeini, brot í bitkanti hliðarframtannar í hægri hlið neðri góms, bólgu og eymsl í kjálka og eymsl á enni og í kringum hægri augntóft.

Hinn ákærði játaði sök samkvæmt ákæru, samþykkti bótakröfu upp á um 75.000 krónur og lýsti því yfir að hann iðrist verknaðarins. Að teknu tilliti til þessa var hann dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Í gær

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af