fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Tvö grömm af kannabisefnum kostuðu hann 400 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2019 11:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til greiðslu sektar vegna fíkniefnabrots á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum árið 2017.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni 1,88 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Veitti lögregla því athygli hvar maðurinn kastaði frá sér gulum hólki sem innihélt efnin þegar hann varð var við að lögregla nálgaðist.

Þrír lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda voru við eftirlit á hátíðinni.

Manninum var gefinn kostur á að ljúka málinu án dómsmeðferðar með sektargerð, en í dómi segir að ekki hafi reynst unnt að ljúka málinu með þeim hætti og var því þá vísað til dómstóla.

Maðurinn sagði fyrir dómi að þáverandi kærasta hans hefði verið með efnin frá sér. Sjálfur kannaðist hann ekki við það og sagðist ekki neyta kannabisefna.

Lögreglumaður kom fyrir dóm og sagðist hún hafa greinilega séð umræddan mann kasta frá sér hlut. Það hefði reynst vera gleraugnahylki sem innihélt fíkniefni sem lagt var hald á. Annar lögreglumaður sagði enn fremur að fíkniefnaleitarhundir undir hans stjórn hefði merkt á manninn.

Manninum var gert að greiða 58 þúsund krónur í sekt og auk þess voru 1,88 grömm af tóbakslblönduðu kannabisefni gerð upptæk. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 344 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Í gær

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af