Heimurinn er ekki að farast vegna loftslagshlýnunar ef marka má orð Magnúsar Jónssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Magnús segir að heimsendaspádómar vegna lofstslagshlýnunar minni á umræðuna um kjarnorkuvopn á síðustu öld þegar margir óttuðust að mannkynið kynni að farast í kjarnorkustríði.
Magnús ritar grein um loftslagsmálin á vefritið Kjarninn og þar segir meðal annars:
„Í upphrópunum er talað um að við höfum aðeins fá ár til að koma í veg fyrir frekari hlýnun ef jarðlífið eigi ekki nánast að líða undir lok. Hef ég orðið var við vaxandi hræðslu og álíka tilfinningar hjá börnum og ungu fólki vegna þessarar yfirvofandi „ógnar“ við tilvist okkar og menningu og ég hafði sjálfur fyrir nærri 60 árum. Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og margir vísindamenn og embættismenn kyrja þennan hræðsluboðskap sem mér finnst engan veginn vera tilefni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu líkara en að rétt einu sinni sé dómsdagur að renna upp!“
Að dómi Magnúsar er loftslagshlýnun ekki mesta ógn mannkynsins heldur gríðarleg mannfjölgun. Hann bendir á að jarðarbúar hafi verið um 1500 milljónir árið 1900 en séu núna 8000 milljónir. Meira og minna öll umhverfisvandamál heimsins, þar með talin hlýnun jarðar, megi rekja til óheyrilegrar mannfjölgunar.
Hann ræðir einnig miklar hitabylgjur og bendir á að hitabylgjur síðasta sumar hafi ekki verið eins mannskæðar og hitabylgjur sem urðu árið 2003. Þá bendir hann á að síðvetrar 2018 hafi allt að 100 manns króknað úr kulda í miklu kuldakasti á meginlandi Evrópu.
Magnús telur síðan upp nokkur vandamál sem hann telur vera alvarlegri en hlýnun jarðar: