fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Veðurfræðingur segir ekkert neyðarástand vera vegna loftslagshlýnunar og nefnir nokkur mál sem séu meira aðkallandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. október 2019 19:17

Magnús Jónsson (í miðju) með öðrum veðurfræðingum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn er ekki að farast vegna loftslagshlýnunar ef marka má orð Magnúsar Jónssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Magnús segir að heimsendaspádómar vegna lofstslagshlýnunar minni á umræðuna um kjarnorkuvopn á síðustu öld þegar margir óttuðust að mannkynið kynni að farast í kjarnorkustríði.

Magnús ritar grein um loftslagsmálin á vefritið Kjarninn og þar segir meðal annars:

„Í upp­hróp­unum er talað um að við höfum aðeins fá ár til að koma í veg fyrir frek­ari hlýnun ef jarð­lífið eigi ekki nán­ast að líða undir lok. Hef ég orðið var við vax­andi hræðslu og álíka til­finn­ingar hjá börnum og ungu fólki vegna þess­arar yfir­vof­andi „ógn­ar“ við til­vist okkar og menn­ingu og ég hafði sjálfur fyrir nærri 60 árum. Fjöl­miðl­ar, stjórn­mála­menn og margir vís­inda­menn og emb­ætt­is­menn kyrja þennan hræðslu­boð­skap sem mér finnst engan veg­inn vera til­efni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu lík­ara en að rétt einu sinni sé dóms­dagur að renna upp!“

Að dómi Magnúsar er loftslagshlýnun ekki mesta ógn mannkynsins heldur gríðarleg mannfjölgun. Hann bendir á að jarðarbúar hafi verið um 1500 milljónir árið 1900 en séu núna 8000 milljónir. Meira og minna öll umhverfisvandamál heimsins, þar með talin hlýnun jarðar, megi rekja til óheyrilegrar mannfjölgunar.

Hann ræðir einnig miklar hitabylgjur og bendir á að hitabylgjur síðasta sumar hafi ekki verið eins mannskæðar og hitabylgjur sem urðu árið 2003. Þá bendir hann á að síðvetrar 2018 hafi allt að 100 manns króknað úr kulda í miklu kuldakasti á meginlandi Evrópu.

Magnús telur síðan upp nokkur vandamál sem hann telur vera alvarlegri en hlýnun jarðar:

  • Um 70 millj­ónir manna eru á flótta í heim­in­um, meiri­hlut­inn börn og ung­ling­ar.
  • Um millj­arður manna býr við vax­andi skort á neyslu­vatni vegna fólks­fjölg­unar og ofnotk­unar vatns.
  • Meira en millj­arður kvenna á jörð­inni býr við and­legt, lík­am­leg og/eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi og a.m.k. 50.000 konur eru drepnar árlega af mökum sín­um.
  • Um 30.000 manns deyr dag­lega af völdum reyk­inga og um 10.000 af völdum áfeng­is. Það er um 15 millj­ónir manns­lífa á ári.

Sjá grein Magnúsar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Í gær

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti