Nokkrir íslenskir rafrettunotendur hyggjast stofna neytendasamtök veipara. Hugmyndin kom fram í færslu í Facebook-hópnum Iceland Vapes.
„Hvar eru neytendasamtök veipara? Hvet einhverja grjótharða einstaklinga til þess að drífa í því að stofna hagsmunasamtök / neytendasamtök veipara.“
„Vape búðir mega ekki vera partur af því, en það þarf virkilega að koma orði frá neytendum til yfirvalda með þessum hætti… ekki búðum, ekki læknum og svo framvegis, bara beint frá neytendum.“
Þónokkrir einstaklingar hafa nú þegar lýst yfir áhuga á framtakinu og mögulega virðist standa til að halda fyrsta fund strax í næstu viku.
Inni á þessari sömu Facebook-síðu hafa verið birtar færslur sem lýsa yfir áhyggjum á umræðu varðandi bann á rafrettum.
Fyrr í dag sendi Félag atvinnurekanda bréf til Svandísar Svavarsdóttur varðandi efasemdir um mögulega herta löggjöf þegar kemur að rafrettum og tengdum vörum.