fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Mjólkursamsalan vinnur verðlaun fyrir nýtt KEA skyr á alþjóðlegri matvælasýningu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. október 2019 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælasýningin International Food Contest 2019 fer fram þessa dagana í Herning í Danmörku en meðal þátttakenda eru fjölmörg evrópsk mjólkursamlög á borð við Mjólkursamsöluna, Arla, Løgismose and Meyers og Hobro Mejeri.

KEA skyr með mangó í botni dósarinnar var valið besta skyr keppninnar og hlaut þar af leiðandi sérstök heiðursverðlaun. Langt og strangt gæðamat dómara fer fram áður en verðlaunin eru tilkynnt og er þar m.a. horft til bragðs, útlits og áferðar skyrsins. Mjólkursamsalan fékk að auki 11 verðlaun fyrir aðrar skyrtegundir en 63 vörur kepptu í skyrflokknum.

Þessi verðlaun eru sérstaklega ánægjuleg fyrir þær sakir að í sumar kynnti MS sumar nýtt og endurbætt KEA skyr í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að skyrið kom fyrst á markað. Meðal nýjunga voru tvær tegundir af hreinu skyri með bragðgóðum ávöxtum í botni dósarinnar, annars vegar mangó og hins vegar jarðarber. Íslendingar hafa tekið nýja KEA skyrinu fagnandi og óhætt að segja að það sama hafi verið uppi á teningnum hjá dómurunum í Herning.

Heildarlisti yfir verðlaun Mjólkursamsölunnar á matvælasýningunni International Food Contest 2019:

 

Heiðursverðlaun
KEA skyr – mangó í botni 200gr
Gullverðlaun
Ísey skyr – kókos 170g
Ísey skyr – jarðarber 500g
Ísey skyr – bláber & hindber 500g
KEA skyr – jarðarber í botni 200g
KEA skyr kolvetnaskert – jarðarber og bananar 200 g
Silfurverðlaun
KEA skyr kolvetnaskert – vanilla 200g
Ísey skyr – bökuð epli 170g
Ísey skyr – jarðarberjabaka 170g
Bronsverðlaun
Ísey skyr – vanilla 170g
KEA skyr kolvetnaskert – kaffi og vanilla 200g
Ísey próteindrykkur – jarðarber og bananar 300ml
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Í gær

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti