fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Vísir sagður gera lítið úr áhrifum kvenna: „Hvernig á ég að horfa í augun á nemendum mínum þegar svona er í fjölmiðlum?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. október 2019 15:36

Þórunn Ívarsdóttir er að stofna fyrirtæki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt sem Vísir birti í gær hefur fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni. Framsetning og fyrirsögn hennar er talin af sumum endurspegla neikvætt viðhorf í garð athafnamennsku kvenna. Sumir telja að fyrirsögnin, „Ekki hræddar um að verða óvinkonur vegna fyrirtækisins“, hefði aldrei verið skrifuð um karla. Fréttin fjallar um að Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir og Þórunn Ívarsdóttir, báðar með þúsundir fylgjenda á Instagram, hygðust stofna fyrirtæki og selja tréleikföng.

Fréttin hefur verið gagnrýnd víða en þó mest áberandi í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. Þar skrifar Elfa nokkur fyrr í dag: „Þetta er stórundarleg fyrirsögn og staðsetning á frétt um tvær konur sem stofna fyrirtæki. Fréttin er ekki höfð í viðskiptahluta miðilsins, heldur undir Lífið. Rétt eins og þetta sé krúttlegt hobbí hjá stelpunum, en ekki svona alvöru strákaviðskipti. Kemur í kjölfarið á að Markaðurinn (fylgiblað Fréttablaðsins) birti myndir af 21 karli og engri konu í síðustu útgáfu. Gerið betur!“

Ljóst er að margir eru sammála henni. Hildur nokkur spyr til að mynda í athugasemd: „Mig langar bara að spyrja fjölmiðlafólk hér: Hvernig á ég að horfa í augun á nemendum mínum í framhaldsskóla og segja þeim eitthvað um jafnrétti þegar svona er í fjölmiðlum?“

Guðrún nokkur er svo kaldhæðin og skrifar: „Og stærsta áhyggjuefnið sem sett er upp sem fyrirsögn er auðvitað hvort þær verði ekki óvinkonur… eitthvað sem ég hef aldrei séð þegar tveir KK vinir stofna saman fyrirtækið. En hver man samt ekki eftir gaurunum sem ætluðu að stofna GAP búð á íslandi. Þeir eru nú aldeilis ekki vinir í dag.“

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, svarar þessari gagnrýni ítarlega í athugasemd sem má lesa hér fyrir neðan:

„Þetta eru flottar ábendingar. Eins og fram kemur þá er Markaðurinn unninn á annari ritstjórn en hjá okkur á Vísi þar sem ég er fréttastjóri. Blaðamaður sem skrifar þessar tvær greinar vinnur mest efni í Lífið og þess vegna rötuðu þessar tvær fréttir, sem hafa verið nefndar hér að ofan, líklega í þá flokka. Eftir ábendingarnar erum við búin að flytja þessar yfir í viðskiptin. Þar hafa allar fyrri fréttir okkar af Ígló verið og sömuleiðis langflestar fréttir af nýjum fyrirtækjum og sögum þar á bak við. Þær sögur eru reyndar oft þess eðlist að þær gætu eins átt heima í Lífinu. En þessar tvær áttu eftir á að hyggja betur heima í viðskiptum.

Annars hvet ég ykkur til að lesa þetta viðtal við Gyðu Dröfn og Þórunni Ívars. Held að það sé fullt tilefni til þess að hrósa blaðamanni fyrir viðtalið og segja söguna á bak við fyrirtækið. Ég er augljóslega ekki hlutlaus í þessum efnum en viðkomandi blaðamaður hefur á okkar ritstjórn verið vel vakandi fyrir áhugaverðum verkefnum í samfélaginu, jafnt hjá konum sem körlum. Þessi frétt er dæmi um það.

Það verða alltaf skiptar skoðanir á fyrirsögnum. Þær hefðu getað verið fjölmargar á þessu viðtali. Það er vel þekkt í viðskiptum að það getur vel farið illa að blanda samam vinskap og viðskiptum. Þannig að mér finnst þessi fyrirsögn jafn áhugaverð og hver önnur.

Að því sögðu þá tökum við þessa gagnrýni sem aðra til okkar og metum hvernig við hugsum hlutina eða getum gert þá betur. Minni á ritstjorn@visir.is og bein netföng blaðamanna í þeim efnum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni
Fréttir
Í gær

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“