fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Félag atvinnurekenda leggst gegn hertri löggjöf um rafrettur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. október 2019 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag atvinnurekenda hefur skrifað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf, í tilefni af umræðum og tillögum um að herða löggjöf um rafrettur og tengdar vörur í framhaldi af lungasjúkdómafaraldri í Bandaríkjunum, sem einkum er rakinn til notkunar á ólöglegum vökvum fyrir rafrettur. Félagið bendir á að nærtækara sé að tryggja eftirlit með því að farið sé að núgildandi lögum um rafrettur og tengdar vörur, sem eru ströng, og beina neytendum að löglegum vörum sem lúta opinberu eftirliti, en að herða löggjöfina í einhverju óðagoti á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga um faraldurinn vestra.

Í bréfinu til heilbrigðisráðherra eru leiddar líkur að því að þau tilvik þar sem neytendur rafrettna hafa fengið lungnasjúkdóma hafi líklega átt sér stað notkun á ólöglegum rafrettuvökvum. Um þetta segir:

„Rannsókn bandaríska Lyfja- og matvælaeftirlitsins (e. U.S. Food and Drug Administration, hér eftir „FDA“) hefur leitt í ljós að orsök þessa dularfulla lungnasjúkdóms megi að öllum líkindum rekja til ólöglegra kannabisvökva sem seldir eru á svörtum markaði og án alls eftirlits. Langflestir, ef ekki allir, einstaklingarnir sem hafa greinst með lungnaveikindin hafa viðurkennt að hafa notað ólöglega THC-vökva.“

Þá eru í bréfinu reifaðar efasemdir um að að unglingur sem veiktist af lungnasjúkdómi nýlega hafi í raun veikst af rafrettunotkun:

„Unglingurinn sem um ræðir er á batavegi en engar upplýsingar hafa borist frá landlækni um hvað hafi raunverulega hrjáð drenginn, hvort það hafi verið hefðbundin lungnabólga sem er mjög algengur sjúkdómur eða eitthvað annað. Ekki hefur því verið fullyrt að veikindi drengsins megi rekja til rafrettna enda er lungnabólga veirusýking sem getur orsakast af mörgum ástæðum.“

Í bréfinu er bent á að rafrettur séu mun hættuminni valkostur en tóbaksreykingar að því gefnu að keyptir séu vökvar og tæki sem lúti eftirliti og uppfylli gæðakröfur. Ekkert eftirlit sé með vörum á svörtum markaði og nærtækara sé að sjá til þess að reglum sem í gildi eru sé fylgt fremur en að herða reglur um rafrettunotkun.

Bréfið í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“