Í morgun hafði lögreglan afskipti af manni sem hafði komið sér fyrir inni stigagangi í fjölbýlishúsi í austurhluta borgarinnar. Sá brást hinn versti við og réðst að lögreglumönnum. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu en hann var í annarlegu ástandi.
Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að tilkynnt var um innbrot í heimahús og þaðan höfðu verið tekin nokkur reiðhjól.