fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Segir að ofbeldisbrot Hjartar séu fjölmörg og aðeins örfá þeirra hafi ratað upp á yfirborðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. október 2019 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Björk Guðmundsdóttir, dagskrárgerðarmaður á RÚV, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Hrafnistu að ráða Hjört Hjartarson, fyrrverandi íþróttafréttamann, sem mannauðsráðgjafa. María segir að Hjörtur eigi sér langa sögu af ofbeldi og aðeins lítið brot þess hafi komið upp á yfirborðið. Segist hún sjálf vera meðal þeirra sem Hjörtur hafi beitt ofbeldi og hún hafi líka verið vitni að ofbeldi hans gegn öðrum.

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV, kærði Hjört fyrir líkamsárás árið 2012. Náðu þau samkomulagi um að Hjörtur viðurkenndi fulla ábyrgð og fór málið ekki fyrir dóm. Á HM í Rússlandi árið 2018 var Hjörtur, sem þá starfaði fyrir Sýn, sakaður um að hafa áreitt Eddu Sif. Hann lét þá af störfum, fór í áfengismeðferð og hélt síðan erlendis til náms.

Fyrir skömmu greindu fjölmiðlar síðan frá því að Hjörtur hefði verið ráðinn mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Hrafnistuheimilanna.

María birtir langan pistil um mál Hjartar sem opna færslu á Facebook. Þar segir hún meðal annars:

„Við erum með mann sem á sér langa sögu um ofbeldi. Fyrir það hefur hann einu sinni verið rekinn úr starfi með skömm, einu sinni sendur í leyfi en brotaþoli hrökklaðist úr starfi og einu sinni fengið að segja upp sjálfur. Þau ofbeldisbrot sem hafa ratað upp á yfirborðið eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Fleiri einstaklingar, þar á meðal ég sjálf, hafa orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu. Og ég hef líka orðið vitni að því. Ég veit af fleirum í sömu stöðu og eflaust erum við enn fleiri. Og ofbeldið er af öllum toga.

Eftir að maðurinn lét af störfum eftir síðasta opinbera brot fór hann í háskólanám erlendis. Nú er komið í ljós að hann vann lokaverkefni sitt í skólanum í samvinnu við síðasta fyrrverandi vinnuveitanda. Að mínu mati brást vinnuveitandinn þar með þjóðfélaginu og allri baráttunni sem #metoo hefur staðið fyrir því afleiðingarnar voru engar. Hann hefur nú einnig fengið nýja vinnu í mannauðsdeild fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er einn stærsti kvennavinnustaður landsins og forstjórinn karlmaður sem er sveitungi hans.”

Pistil Maríu í heild má lesa með því að smella hér á fyrir neðan.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum