fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Eliza skrifar opinskáa grein í The New York Times: „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. október 2019 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er óþægilegt þegar ókunnugt fólk segir mér að ég líti miklu betur út með sítt hár, að ég eigi að vera oftar í léttum jakka eða þegar fólk hrósar mér fyrir vaxtarlagið, eða segir mér að klæðast ekki í grænu vegna þess að það sé ekki minn litur,“ segir Eliza Reid forsetafrú í athyglisverðri grein sem birtist í vefútgáfu The New York Times í dag. Eliza segir að hlutverk forsetafrúar sé furðulegt enda geri samfélagið ráð fyrir því að makar þjóðhöfðingja séu aukahlutir þeirra. Enginn vilji láta leggja mat á sig undir þeim formerkjum.

„Ég er ekki handtaska eiginmanns míns.“ Eliza kemst óneitanlega frumlega að orði þegar hún undirstrikar að hennar hlutverk sé ekki að vera hluti af eiginmanninum og starfi hans. Elizu mislíkar þegar gert sé ráð fyrir næveru hennar í stað þess að óska hennar. Hún veltir því fyrir sér hvort hlutverk hennar á ferðalögum um heiminn með eiginmanninum sé fyrst og fremst að sanna að hann geti bæði verið leiðtogi og ástríkur fjölskyldufaðir.

Eliza segir að á hinn bóginn gefi staða hennar sem forsetafrú henni ómetanleg tækifæri til að koma hugðarefnum hennar á framfæri, meðal annars jafnréttismálum. Enn fremur segir hún að henni sé heiður að því að fá að gegna þessu hlutverki fyrir landið sem hefur fóstrað hana. Hún segist hins vegar eflaust oft hafa brotið þær óskráðu reglur sem ríkja um rétta hegðun og framgöngu forsetafrúar.

Sjá grein Elizu

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum