„Þann 29. September missti Kristín Benediktsdóttir einkason sinn, hann Gústaf Benedikt. Hann kvaddi þennan heim eftir margra ára baráttu við fíknisjúkdóminn sem mörg ungmenni á Íslandi í dag berjast við og þeim fylgikvillum sem þessum sjúkdómi fylgir.“
Þetta skrifar Atli Rafn Sívertsen, vinur Gústafs Benedikts, sem lést 31 árs að aldri. Í færslu Atla Rafns segir hann að Gústaf hafi lengi barist við að halda sig á beinu brautinni en að lokum hafi hann ákveðið að kveðja.
Vinir Gústafs vilja aðstoða Kristínu á þessum erfiðu tímum og hafa stofnað styrktarreikning fyrir hönd hennar, en hún hefur sjálf átt við langvarandi veikindi að stríða. Atli Rafn óskar eftir aðstoð fólks og segir:
„Móðir hans hefur lagt mikið á sig til að hjálpa honum að berjast við sjúkdóminn og oft sett sín veikindi til hliðar þegar hann þurfti sem mest á hennar stuðning að halda.
Við vinahópur hans höfum ákveðið að stofna til styrktarreiknings fyrir hönd móður hans Kristínu sem er einstæð og hefur sjálf lengi barist við langvarandi veikindi. Svo hún geti kvatt ástkæra son sinn án þess að þurfa að hafa áhyggjur af útgjöldum vegna fráfalls hans.“
Fyrir þá sem vilja veita stuðning þá er reikningsnúmerið
0101 – 26 -011798
Kt 2606554189