Stórhættuleg hegðun konu á Laugavegi fyrir ofan Hlemm um þrjú-leytið í dag olli töluverðu uppnámi. Konan, sem virtist í annarlegu ástandi, gekk hvað eftir annað í veg fyrir bíla og reyndi að stíga inn í bíla sem stöðvuðust við umferðarljós. Konan virtist enga grein gera sér fyrir hættunni á því að verða fyrir bíl og gekk meðal annars í veg fyrir strætisvagn. Henni tókst að opna farþegadyr að nokkrum bílum en bílstjórarnir lokuðu dyrunum jafnharðan og óku burt. Sumir bílstjórar urðu mjög slegnir vegna framkomu konunnar og umferð stöðvaðist hvað eftir annað vegna þess að hún stóð úti á miðri götu.
Gekk þetta svona drjúga stund uppi á Laugavegi uns konan gekk áleiðis niður í Borgartún og hélt háttalagi sínu áfram á leiðinni. Vegfarandi hafði sambandi við lögreglu vegna málsins.