Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynningu um eld í sumarhúsi í Brekkuskógi eftir hádegi í dag.
Á Facebook-síðu slökkviliðsins kemur fram að slökkviliðsmenn frá Laugarvatni, Flúðum og Selfossi hafi verið sendir af stað á þremur dælubílum, tankbíl og með gróðureldakerru.
„Þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á staðinn var húsið alelda og gróður byrjaður að loga. Slökkviliðið einbeitti sér í upphafi á að ná tökum á gróðureldum til hefta útbreiðslu eldsins og verja þar með önnur sumarhús í nágrenninu. Búið er að ná tökum á eldinum en ljóst að húsið er mikið skemmt.
Eldsupptök eru óljós og mun Lögreglan á Suðurlandi annast rannsókn á vettvangi þegar slökkvistarfi er lokið.