fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Wilhelm reiður: Ríkið rænir 65 þúsund krónum af mér í hverjum mánuði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. september 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú liggur það fyrir kristaltært að ríkið rænir af mér 65 þúsund krónur á mánuði af eftirlaunum mínum, eða sjöhundruð og áttatíuþúsund á ári eftir skatt,“ segir Wilhelm Wessman. Wilhelm hefur komið víða við á ferli sínum og meðal annars verið launamaður og atvinnurekandi.

Wilhelm hefur látið sig málefni eftirlaunaþega varða á undanförnum misserum og á Facebook-síðu sinni í dag gagnrýnir hann fyrirkomulag eftirlaunagreiðslna hér á landi.

Sem fyrr segir fullyrðir hann að ríkið ræni af honum 65 þúsund krónum á mánuði.

„Þetta byggi ég á endurgreiðslu tryggingastofnunar ríkisins, sem mér barst í dag, en hún er tilkomin vegna dóms Landsréttar í máli nr.466/2018 sem Flokkur fólksins höfðaði á hendur ríkisins vegna útreikninga á eftirlaunum frá TR fyrir janúar og febrúar 2017. Ekki má rugla þessu máli saman við mál Gráa hersins sem er að fara í gang, en það snýst um að skerðingar á greiðslu TR vegna greiðslu frá lífeyrissjóð sé óheimil. Lífeyrissjóðsgreiðslur eru ekkert annað en síðtekin laun, eða eftirlaun. Launþegar greiða bæði sinn hlut og svokallaðan hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð mánaðarlega.“

Wilhelm segist neita að kalla eftirlaunagreiðslur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun ríkisins ellilífeyri.

„Við erum ekki ÞEGAR við erum að fá greidd áunnin réttindi. Við ættu að krefjast þess af lífeyrissjóðum okkar að þeir hætti að kalli mánaðarlegar greiðslur til okkar ellilífeyrir. Þetta eru eftirlaun sem við höfum safnað með því að leggja hluta af launum okkar í sjóð og taka þau út á ævikvöldi. DEILA-DEILA-DEILA.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Formaður VM fjallar um ágreining útgerðarmanna – „Ég hef ekki sjálfur þurft að glíma við Binna blanka“

Formaður VM fjallar um ágreining útgerðarmanna – „Ég hef ekki sjálfur þurft að glíma við Binna blanka“
Fréttir
Í gær

Hjónin sem urðu fyrir fordómum í Keflavík stækka við sig – „Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt“

Hjónin sem urðu fyrir fordómum í Keflavík stækka við sig – „Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur sagður hafa myrt konu á sjötugsaldri í Stokkhólmi

Íslendingur sagður hafa myrt konu á sjötugsaldri í Stokkhólmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum