„Ég er að tapa og það sökkar,“ segir Gunnar Nelson bardagakappi en hann var vonsvikinn með niðurstöður keppninnar í gærkvöldi á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Gunnar hefur barist þrettán sinnum í UFC en þetta er fimmti bardaginn sem Gunnar tapar og annar bardaginn í röð.
Í samtali við Vísi segir hann að fella mótherja síns í síðustu lotunni hafi unnið bardagann fyrir hann en að þetta hafi verið „helvíti jafnt“ í heildina. „Ég talaði við hornið mitt og þeim fannst að ég hefði unnið,“ segir Gunnar.
„Ég hefði átt að gera meira og verð að fara yfir þetta aftur. Það er auðvitað alltaf hægt að segja þetta en hann gerði sitt mjög vel. Það hefði verið geðveikt að ná heilli fellu í endann en ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er grautfúlt og ég hefði viljað gera meira úr þeim færum sem ég fékk.“
Spurður að því hvað Gunnar hefði getað gert betur svarar hann skýrt: „Margt. Ég hefði þurfti að vera agressívari standandi. Enn og aftur fannst mér ég vera að bíða eftir opnunum. Hefði mátt nota stunguna meira sem var að lenda vel. Ég hef verið að vinna meira í þessum málum með Jorge Blanco. Mér finnst mikið vera að smella saman og finnst ég þurfa meiri tíma með honum.“