Brasilíumaðurinn Gilbert Burns sigraði Gunnar Nelson á UFC-bardagakvöldinu í Royal Arena í Kaupmannahöfn. Það munaði litlu á milli keppenda en dómararnir þrír sammála um að gefa Burns 29 stig og Gunan 28. Það þýðir að Burns hafi unnið tvær lotur og Gunni eina.
Bardaginn var einn aðalbardaga kvöldsins en þrír bardagar voru á undan honum. Báðir keppendur eru þekktir fyrir hæfileika sína en bardaginn fór rólega af stað í fyrstu tveimur lotunum. Undir lokin náði Burns hættulegri fellu á Gunna og hnésparki í andlitið á honum.
Gunnar hefur barist þrettán sinnum í UFC en þetta er fimmti bardaginn sem Gunnar tapar og annar bardaginn í röð.