fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Ingibjörg kemur Hafþóri til varnar: „Ég kynnist Hafþóri sem mjúkum og tilfinningaríkum manni“

Fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú heimur árið 2009 segir aldrei hafa upplifað ofbeldi í sambandi sínu við Hafþór Júlíus Björnsson

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Egilsdóttir, fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar og fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú heimur árið 2009, segist í stöðufærslu á Facebook aldrei hafa upplifað ofbeldi né ógn af honum. Hún segist hafa séð sig knúna til þess að koma honum til varnar í kjölfar alvarlegra ásakanna í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og manna á milli í garð hans er varðar meinta ofbeldishneigð hans gagnvart fyrrverandi kærustum og barnsmóður.

„Ég kynnist Hafþóri sem mjúkum og tilfinningaríkum manni. Ég fann það fljótlega að hann var stór karakter með stórt skap og varð því oft fljótur til. Í okkar samskiptum kom þó aldrei nokkurn tímann fyrir að hann hótaði mér né beitti mig líkamlegu ofbeldi. Ég upplifði aldrei að lífi mínu væri ógnað né að Hafþór væri líklegur til að meiða mig á einhvern hátt,“ skrifar Ingibjörg í opinni færslu á Facebook.

Líkt og fram í Fréttablaðinu um helgina hefur Thelma Björk Steimann hönnuður og barnsmóðir Hafþórs sagt hann hafa ítrekað beitt sig ofbeldi á meðan samband þeirra stóð. Hafþór Júlíus hafnar þessum alfarið. „Vinir okkar og ættingjar töluðu hins vegar oft um það að Thelma hefði beitt mig bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi,“ sagði Hafþór á dögunum.

Thelma sagðist hafa óttast líf sitt meðan hún var með Hafþóri. „Hann sló mig og henti mér til, henti mér á hluti og braut hluti. Oft tók hann mig hálstaki þannig að ég leið út af. Stundum hélt hann mér niðri eða hélt mér með annarri hendi á meðan hann kýldi mig með hinni,“ sagði Thelma í viðtali við Fréttablaðið.

Ingibjörg segir að hún kannist ekki við lýsingar sem þessar. „Það sem ég hef lesið síðustu vikur hefur komið mér verulega á óvart. Þau orð lýsa á engan hátt þeim Hafþóri sem ég kynntist og þekki. Það er bæði ljótt og ósanngjarnt að dæma áður en sekt er sönnuð. Hvað er það annað en ofbeldi að tjá sig opinbert á neikvæðan og meiðandi hátt um ósakfelldan mann? Er það aðferð sem við viljum kenna börnunum okkar? Ég á afar erfitt með að sjá Hafþór fyrir mér í hlutverki þessa skelfilega ofbeldismanns sem búið er að mála hann upp sem,“ skrifar Ingibjörg.

Morgunblaðið greindi frá því í dag að styrktarsamningar í það minnsta tveggja fyrirtækja við Hafþór Júlíus væru til skoðunar eftir viðtal Fréttablaðsins. Annars vegar sagði Vera Dagsdóttir, markaðsstjóri fiskverslunarinnar Hafsins, slíkan samning vera til skoðunar og hinsvegar kom fram í skriflegu svari frá markaðsdeild veitingastaðarins Gló að það sama væri upp á teningnum hjá því fyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“