Sólberg dró að sér rúmlega 12 milljónir króna á meðan hann var ólaunaður stjórnarmaður Ungmennafélags Grundarfjarðar. Fjárdrátturinn stóð yfir í rúm 6 ár og skiptist niður í 248 tilvik.
Sólberg hafði aðgang að fjórum bankareikningum Ungmennafélagsins og lagði pening af þeim reikningum inn á sinn eigin reikning. Einnig lagði hann pening inn á ófjárráða dóttur sína.
Millifærslurnar voru misstórar en sú minnsta var 5.000 krónur á meðan sú stærsta fór hátt upp í hálfa milljón.
Sólberg játaði brot sín fyrir dómi en hann var sem áður segir dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára.
Einnig er honum gert að greiða sakarkostnaðinn sem telur rúmlega 400.000 krónur.