fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Sólberg stal milljónum af ungmennafélagi

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 27. september 2019 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólberg Ásgeirsson hefur verið dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikinn fjárdrátt.

Sólberg dró að sér rúmlega 12 milljónir króna á meðan hann var ólaunaður stjórnarmaður Ungmennafélags Grundarfjarðar. Fjárdrátturinn stóð yfir í rúm 6 ár og skiptist niður í 248 tilvik.

Sólberg hafði aðgang að fjórum bankareikningum Ungmennafélagsins og lagði pening af þeim reikningum inn á sinn eigin reikning. Einnig lagði hann pening inn á ófjárráða dóttur sína.

Millifærslurnar voru misstórar en sú minnsta var 5.000 krónur á meðan sú stærsta fór hátt upp í hálfa milljón.

Sólberg játaði brot sín fyrir dómi en hann var sem áður segir dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára.

Einnig er honum gert að greiða sakarkostnaðinn sem telur rúmlega 400.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrafn keypti forláta flíspeysu fjármálaráðherra

Helgi Hrafn keypti forláta flíspeysu fjármálaráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur sagður hafa myrt konu á sjötugsaldri í Stokkhólmi

Íslendingur sagður hafa myrt konu á sjötugsaldri í Stokkhólmi