fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Lögregla leitar að ökumanni sem ók á tíu ára dreng

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2019 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns fólksbifreiðar sem ók á 10 ára dreng á Fífuhvammsvegi í Kópavogi föstudaginn 16. ágúst síðastliðinn klukkan 13.48. Málið var ekki tilkynnt til lögreglu fyrr en síðar, en í skeyti frá lögreglu kemur fram að við áreksturinn hafi drengurinn fallið í götuna, hann staðið upp aftur en farið strax af vettvangi. Því náði ökumaðurinn ekki að hafa tal af honum.

Foreldrar drengsins fóru með hann á slysadeild eftir slysið og þá komu áverkar í ljós. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var á vettvangi í nokkrar mínútur og ræddi meðal annars við aðra vegfarendur, en hann og aðrir sem kunna að lenda í slíkum aðstæðum eru minntir á mikilvægi þess að tilkynna um það til lögreglu. Meðfylgjandi er mynd af gatnamótunum þar sem slysið varð, en fólksbifreiðinni var ekið austur Fífuhvammsveg á móts við Smáralind.

Umræddur ökumaður er beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en hafi aðrir upplýsingar um ökumanninn, eða slysið, má koma þeim á framfæri í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli