fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Elísabet segir Steinunni til syndanna: „Þolendur hafa rétt á að segja frá án þess að alþjóð viti“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. september 2019 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag kallaði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona eftir því að þær konur sem hafa sakað Atla Rafn Sigurðsson.

Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðssonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur borgarleikhússtjóra fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Atli fer meðal annars fram á 10 milljónir í skaðabætur fyrir brottvikningu úr starfi hjá Leikfélagi Reykjavíkur í desember 2017 í kjölfar fjölda ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi.

Steinunn Ólína tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir þær konur sem hafa sakað Atla Rafn um kynferðislegt og kynbundið áreiti þurfa að stíga fram. Annars verði mannorð Atla eyðilagt á afar vafasömum forsendum.

„Ef þær konur sem að sögn Borgarleikhússstjóra hafa sakað Atla Rafn leikara um kynferðislegt og kynbundið áreiti stíga ekki fram núna með sakargiftir þá var þessi Metoo bylting til lítils. Í krafti byltingar í samfélaginu sem átti að vera til góðs og knýja fram viðhorfsbreytingar ættu konurnar án ótta og kvíða að geta komið fram nú undir nafni og staðið með sjálfum sér og kynsystrum sínum. Ef ekki verður þetta mál aldrei leyst og mannorð Atla Rafns eyðilegt fyrir lífsstíð á afar vafasömum forsendum. Sem er ólíðandi og svokallaðri Metoo byltingu til háðungar.“

„Skilur ekkert hvað #metoo snýst um“

Baráttukonan Elísabet Ýr Atladóttir gagnrýnir Steinunni harðlega fyrir þessi ummæli um málið í færslu á Facebook.

„Svona hljóma orð manneskju sem skilur ekkert hvað #metoo snýst um. Það snýst ekki um að þolendur opinberi sig og skelli hjarta sínu og sársauka fyrir framan alþjóð. Ekki heldur um hvað gerendur eiga erfitt í kjölfarið á að þeir séu ásakaðir og hvað það sé slæmt fyrir mannorð þeirra.“

Hún segir þolendur hafa alla tíð þurft að horfa upp á þá staðreynd að orð þeirra séu dregin í efa, orðsport þeirra dregin í svaðið og líf þeirra lagt í rúst fyrir það eitt að segja frá ofbeldinu.

„Núna þegar gerendur þurfa að taka einhverskonar ábyrgð og þolendur eru farnar að standa saman er fólk farið að óska eftir gömlu tímunum, þegar karlar gátu gert það sem þeir vildu. Miklu auðveldari tímar, þegar þolandi gat verið fórnarlambið og vondikallinn allt á sama tíma! Þegar enginn fann fyrir afleiðingum ofbeldisins nema sú sem var beitt ofbeldinu, og ábyrgðin var hennar líka.“

„Mér er sama um orðspor og mannorð manna sem eru margásakaðir um kynferðislega áreitni“

Elísabet segir að með komu #metoo byltingarinnar hafi umræðan breyst. Henni er sama um orðspor og mannorð þeirra manna sem eru ásakaðir oftar en einu sinni um kynferðislega áreitni.

„Hún er erfiðari, átakanlegri, og með áherslu á gerendur og gjörðir þeirra. Ég sætti mig ekki við þau skilaboð að við ættum að skella okkur aftur á tímann fyrir #metoo þar sem þolendur stóðu einar, trúverðugleiki þeirra og mannorð í klóm þeirra sem var skítsama um þær og hag þeirra. Mér er sama um orðspor og mannorð manna sem eru margásakaðir um kynferðislega áreitni, og ég hef enn minni samúð með því hversu erfitt það er fyrir þá að konur hafi sagt frá.“

Hún segir að þolendur hafi rétt á því að segja frá án þess að alþjóð viti hverjar þær eru.

„Þær bera ekki ábyrgð á ofbeldinu, né bera þær ábyrgð á mannorði þeirra sem beittu þær ofbeldi. Steinunn Ólína er að krefjast þess að þolendur stígi fram til að „leysa“ þetta mál, en opinberun á því hverjar þolendur eru munu ekki leysa neitt nema ykkar eigin þörf til að finna þægilegra skotmark.“

Elísabet segir að þau sem krefjast þess að fá að vita hverjir þolendurnir eru hafi ekki áhuga á því að leysa þetta mál. Þau vilja þá efast um orð þeirra, draga orðspor þeirra í gegnum smásjá þolendaskömmunar og gera tilraun til að hreinsa mannorð geranda.

„Mér þykir það leitt, kæra gerendavæna samfélag, en þolendur bera ekki ábyrgð á lífi gerenda né skulda þær okkur að segja frá öllu á opinberum vettvangi. Við sem samfélag skuldum þeim, þær skulda okkur ekkert. Að vernda þolendur er ekki #metoo baráttunni til háðungar. Það er merki um hvað baráttan er mikilvæg og áhrifarík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést