fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Logi vildi helst fara undir sæng: „Sláandi og jafnvel lamandi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lesturinn er auðvitað sláandi og jafnvel lamandi,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær undir dagskrárliðnum störf þingsins.

Logi ræddi þar um nýútkomna skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Loga leið ekki vel við lestur skýrslunnar. „Ég verð að viðurkenna að mig langaði helst að hringa mig undir sæng,“ sagði hann.

DV fjallaði um efni skýrslunnar í gær en í henni kom meðal annars fram flóð sem komu að jafnaði einu sinni á öld muni koma á hverju ári áður en árið 2050 gengur í garð. Skýrslan leiðir einnig í ljós að ýmsar afleiðingar hlýnunar jarðar séu óafturkræfar; þannig sé það staðreynd að fleiri öflug óveður munu ganga yfir og sífreri muni þiðna. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á sjávarlífverur.

Logi segir að þó lesturinn hafi verið sláandi sé ekkert annað í stöðunni og að berjast áfram.

„Eins freistandi og það er að leggja árar í bát er ekkert annað í stöðunni en að mannkynið setji sér enn metnaðarfyllri markmið og fylgi þeim eftir með enn róttækari aðgerðum. Ég vonaðist til að hæstv. forsætisráðherra myndi kynna metnaðarfyllri aðgerðir af Íslands hálfu á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór á mánudag, skipa Íslandi í framvarðarsveit í baráttunni gegn loftslagsvánni, en því miður missti hún af því tækifæri.“

Logi sagði að fáar þjóðir ættu að vera meðvitaðri en Íslendingar um mikilvægi hafsins. Það séu sár vonbrigði að Íslendingar ráðist ekki í metnaðarfyllri rannsóknir og aðgerðir þegar kemur að því.

„Hafið er að súrna og hitna. Sjávarhitabylgjur eru að drepa kóralrif, þaraskóga og aðrar mikilvægar örverur. Heilu vistkerfunum er ógnað, þau eru jafnvel að deyja. Hamfarahlýnun er ekki fjarlæg ógn við framtíðarkynslóðir, ekki einu sinni rétt handan hornsins. Nú þegar er fólk farið að missa heimili sitt, atvinnu og jafnvel tapa lífinu sjálfu — kannski ekki hér á Íslandi, ekki enn, en áhrifin eru okkur alveg augljós. Þetta er sameiginlegt verkefni alls mannkyns og við, ríkari þjóðirnar, getum ekki látið undir höfuð leggjast að ganga á undan með góðu fordæmi,“ sagði Logi og bætti við að lokum:

„Herra forseti. Hér duga engar smáskammtalækningar. Við getum ekki komið í veg fyrir þessar hamfarir án þess að gera grundvallarbreytingar á hagkerfum heimsins. Við þurfum að bregðast við strax, annars munum við tapa í þessu kapphlaupi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést