fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Varð stjarna aðeins 16 ára í gær: Veik mamma hans varð vitni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. september 2019 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Matheson, 16 ára leikmaður Rochdale á Englandi, var í draumlandi í gær. Hann skoraði gegn Manchester United á Old Trafford í enska deildarbikarnum.

Fyrir tólf mánuðum, þá 15 ára gamall, varð Matheson yngsti leikmaður í sögu Rochdale. ,,Þetta hefur alltaf gerst svo hratt,“ sagði Matheson eftir markið á Old Trafford. Manchester United vann nauman sigur í vítaspyrnukeppni.

Leikurinn var sérstakur fyrir margar sakir hjá Matheson, móðir hans var mætt á leik í fyrsta sinn í fimm ár. Hún hefur glímt við erfið veikindi.

,,Hvað get ég sagt? Ég átti aldrei von á því að skora á Old Trafford, 16 ára gamall. Þetta er draumur að rætast. Mig vanta orð til að lýsa þessu, þetta var sérstakt kvöld fyrir mig og liðið.“

,,Þetta var fyrsti leikur mömmu minnar í fimm ár, hún hefur glímt við veikindi. Þetta mark er fyrir hana, hún var hérna að horfa.“

Matheson er nemi í sálfræði og hann fær ekki að vera stjarna lengi, hann er mættur í próf í dag. ,,Það er frí hjá leikmönnum á morgun, en ég þarf að fara í skólann. Það er próf í sálfræði.“

,,Þetta var magnað kvöld en ég þarf að setja einbeitinguna á prófið núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“