Skemmdarverk voru unnin á bíl Huldu Lilliendahl í dag. Bíllinn var staðsettur í Laugardalnum, en hann var litaður með rauðum lit, líklega með spreybrúsa. Hulda greindi fyrst frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni.
Í samtali við DV sagði Hulda að hún hafi seinast litið á bílinn um þrjú leitið í dag og einum og hálfum tíma síðar hafi hún séð að skemmdir hefðu verið gerðar á bílnum, eftir ábendingu frá nágranna.
„Það var ótrúlega vont að koma að bílnum sínum svona,“
Hulda var ánægð með vinnubrögð lögreglunnar sem að kom á vettvang eins og skot.
Hulda sem segist ekki vera í illdeilum við neinn, er með með einhverjar vísbendingar um hver hafi framið verknaðinn. Hún tekur þó fram að þær sanni ekkert endilega neitt.
Hulda biður fólk um að senda sér einkaskilaboð viti það eitthvað um málið, frekar en að það tjái sig um það á netinu eða á öðrum stöðum.