fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Íslenskir frjálshyggjumenn reyna að leysa hamfarahlýnun – „Kannski gagnrýna svakalega neyslu kvenna á ónauðsynlegum hlutum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir frjálshyggjumenn eru líklega ekki helst þekktir fyrir mikinn áhuga á umhverfisvernd. Innan Facebook-hópsins Frjálshyggjufélagið má nú sjá nokkuð ólíkar skoðanir íslenskra hægri manna á hlýnun jarðar. Sumir segja hamfarahlýnun kommúnistaáróður meðan aðrir telja lausnina við vandanum að minnka ríkiseyðslu, svo nokkuð sé nefnt.

Þar var Alex nokkur sem kallaði í gær eftir afstöðu manna innan hópsins. „Í þessum hópi sem við köllum Frjálshyggjufélagið er að finna margar ólíkar skoðanir þrátt fyrir það að við sameinumst um mörg málefni. Eitt sem splundrar okkur þó töluvert er málið sem er hnatthlýnun. Sumir vilja meina að þetta sé bara áróður vinstri manna, sumir skilja að þetta er raunveruleiki en eru ósammála hvernig stjórnvöld vilja taka á þessu, aðrir vilja meina að þetta er uppblásið, þ.e. að þetta sé vandamál, bara ekki eins alvarlegt og haldið er fram, svo eru en aðrir sem skilja að þetta er alvarlegur raunveruleiki og að við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að sporna við þessu,“ skrifar Alex.

Konum að kenna?

Óhætt er að segja að svörin séu ansi misjöfn. Ægir nokkur telur hlýnun jarðar hræðsluáróður kommúnista. „Ef fólk væri virkilega annt um hlýnun jarðar myndi það tala um hversu slæmir seðlabankar eru því þeir stuðla að ofneyslu afurða í núinu sem á svo seinni kynslóðir þurfa að borga fyrir. Eða kannki gagnrýna svakalega neyslu kvenna á ónauðsynlegum hlutum sem þurfa verksmiðjur sem pumpa út gasi í tonnamagni. Hlýnun jarðar er ekkert annað en commie hræðslu plot fyrir stærra ríkisvald og minna einstaklingsfrelsi,“ segir Ægir.

Sigurgeir nokkur telur hlýnun jarðar snúast um valdabrölt. „Umhverfisvernd er að sumu leyti valdabrölt. Flestar tillögur fela í sér skerðingu á frelsi og aukin umsvif ríkisins. Valdabröltarar taka óbeðnir að sér að vera málsvarar mállausra eins og náttúrunnar. Fyrir 100 árum voru þeir málsvarar alþýðunnar sem þá var ólæs og óskrifandi,“ segir hann.

Vilja markaðslausnir

Sumir frjálshyggjumenn eru nokkuð hófsamari en fyrrnefndir menn. „Miðað við það að við erum ekki ennþá að takast við vandamálið á neinn raunhæfan og áhrifaríkan hátt (CO2 er ennþá að aukast, ég held um 20% á sîðustu fjórum árum) þá held ég að það þurfi að grípa til harðra aðgerða. Það væri hægt að bæta stöðuna okkar til muna með þvî að banna ýmislegt, og ég held að hagkerfið og fólk geti vel aðlagast. T.d dýrara kjöt, dýrara bensín, dýrara flug, bann á plasti = dýrari neysluvörur. Þetta er réttlætanlegt siðferðislega vegna þess að ágóðinn af þvî væri mun meiri en tapið í vellíðan eða hagsæld. Hvað þá ef maður hugsar um þær hörmungar sem munu eiga sér stað ef ekkert er af gert. Milljónir manna að flýja land sitt, hungursneyð og pólitísk spenna og valda/auðlindaströggl smá – og stórríkja,“ skrifar Karl nokkur til að mynda.

Haukur telur að hlýnun jarðar ekki blekkingu en telur best að leysa vandamálið með frjálsum markaði. „Maðurinn hefur áhrif á hlínun jarðar og við þurfum að taka á þeim vanda með því að virkja meira okkar hreinu orku, minnka ríkiseyðslu verulega, hætta að niðurgreiða landbúnað, afnema reglugerðir og auka viðskiptafrelsi til að leyfa fyrirtækjum að koma með nýsköpun og grænar lausnir, afnema alla tolla og bílagjöld svo Ísland endurnýjar bílaflotann og fleiri pro market lausnir,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Réðst á tvær konur í miðborginni og hljóp svo út í nóttina

Réðst á tvær konur í miðborginni og hljóp svo út í nóttina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem stökk fram af svölum til að fremja sjálfsvíg – Lenti á eldri konu og er sakaður um manndráp

Maður sem stökk fram af svölum til að fremja sjálfsvíg – Lenti á eldri konu og er sakaður um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Palestínsk kona á Íslandi krefst lögskilnaðar frá eiginmanni sínum

Palestínsk kona á Íslandi krefst lögskilnaðar frá eiginmanni sínum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði