fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Helgi Seljan hjólar í spunameistara Sjálfstæðisflokksins: „Almáttugur! Þetta gat þá versnað!“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 25. september 2019 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnir dagar hafa ekki verið þeir bestu fyrir Harald Johannessen en nánast allir lögreglustjórar landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann. Í kjölfarið lýsti Landssamband lögreglumanna einnig yfir vantrausti á Harald.

Upptökin á þessum hrakförum Haralds má rekja til viðtals Morgunblaðsins við hann en þar lýsti Haraldur því yfir að það mætti finna spillingu innan lögreglunnar. Mörgum fannst eins og Haraldur væri þannig að hóta því að ef menn vildu koma honum úr embættinu þá gæti hann dregið fleiri niður með sér.

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan tjáði sig um málið á Twitter en þar furðaði hann sig á því hvaða almannatengslafulltrúi hefði ráðlagt Haraldi að fara í þetta viðtal

„Það eina sem mig langar að vita núna er hvaða PR-maður ráðlagði Ríkislögreglustjóra að fara í viðtal við Moggann? NB Viðtal sem hann fékk væntanlega að lesa yfir, en láta samt þessi spillingarbrigsl standa? Að klúðra svona viðtali er eitthvað sem krefst einbeitts brotavilja.“

Vísir greindi frá því í gær að það sé ráðgjafarfyrirtækið KOM sem starfar fyrir embætti ríkislögreglustjóra. KOM hefur áður vakið athygli í fjölmiðlum en mikið hefur verið fjallað um tengsl fyrirtækisins við Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta vissi Helgi ekki þegar hann furðaði sig á því hver hafi ráðlagt Haraldi. Á Twitter gagnrýnir Helgi KOM harðlega og skrifar:

„Almáttugur! Þetta gat þá versnað! Það er enginn eins sammála því og meðeigandi Friðjóns, að ótækt sé að ríkið sé látið borga fyrir þjónustu sem það síðan fær ekki. Þetta er eins og að borga ÍAV fyrir að glerja Hörpuna en að þeir mæta og rífi þakið af.“

Líkt og Helgi kemur inn á í tísti sínu þá er KOM að mörgu leyti ekki hefðbundin PR-stofa, þar sem allir helstu menn þar innanborðs hafa mikil og djúp tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Stofan hefur á áberandi hátt fengið verkefni frá flokknum eða ríkinu.

Fyrirtækið styrkti Sjálfstæðisflokkinn um tæpar 240 þúsund krónur á árinu 2014 en fyrirtækið gaf flokknum vinnu sína í tengslum við vandræði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Það var Stundin sem greindi frá þessu fyrir nokkrum árum. Stundin greindi einnig frá því að KOM hafi aðstoðað Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna landsdómsmálsins. Auk þess fól menntamálaráðuneytið fyrirtækinu að annast kynningu vegna Hvítbókar Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, en ráðuneytið greiddi rúma milljón fyrir það.

Kjarninn greindi síðan frá því á sínum tíma að Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hafi greitt fyrirtækinu um 830 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu í tengslum við ­Lekamálið og sam­an­tekt Geirs Jóns Þór­is­son­ar, fyrr­ver­andi yfir­lög­reglu­þjóns.

Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Kom, er einnig áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur boðið sig fram í prófkjörum hjá flokknum og um tíma gegndi hann starfi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar. Friðjón er raunar helsti spunameistari flokksins, ef svo má segja, en hans titill innan flokksins er formaður upplýsinga- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins“.

Meðeigandi Friðjón, sem Helgi Seljan vitnar til, er Björgvin Guðmundsson. Hann starfaði sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Á Twitter má sjá að hann fjallar nær eingöngu um málefni tengd hægristefnu eða Sjálfstæðisflokknum.

Einn starfsmaður KOM er Gísli Freyr Valdórsson og er hann titlaður ráðgjafi á heimasíðu félagsins. Gísli Freyr var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þátt sinn í Lekamálinu en hann var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Áður en hann að lokum viðurkenndi sök hafði hann ítrekað reynt að koma henni yfir á annað fólk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist