fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Vilborg lenti í sprengjutilræði í Kaupmannahöfn – „Mér er brugðið“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. september 2019 17:40

Vilborg á vettvangi í dag. Skjáskot/DR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða tímanum í nótt sprakk sprengja við taílenskan veitingastað á Amager í Kaupmannahöfn. Mikið eignatjón varð en sem betur fer meiddist enginn. Segja má að Vilborg Ingvaldsdóttir hafi verið í hringiðu atburðanna í nótt því hún býr í húsinu aftan við veitingastaðinn og vaknaði við sprenginguna.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Danska ríkisútvarpsins (DR). Þar var rætt við Vilborgu sem svaf svefni hinna réttlátu þegar sprengjan sprakk. Hún vaknaði þegar gler brotnaði.

„Ég hélt að einhver hefði kastað steini inn um rúðuna. Ég sá að allar rúðurnar mínar voru heilar en sá svo að lögreglan var komin og hafði girt allt af.“

Hún áttaði sig þó fyrst á að um sprengingu hafði verið að ræða þegar lögreglan hringdi í hana og bað hana um að yfirgefa húsið vegna hrunhættu.

„Þetta var ekki mikill hávaði, fannst mér. Ég er jú frá Íslandi svo ég er vön jarðskjálftum. Mér var brugðið þegar ég sá húsið.“

Sagði hún einnig og bætti við: „Mér er brugðið.“

Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins í allan dag en enginn hefur verið handtekinn vegna þess. Þetta var tólfta sprengingin á Kaupmannahafnarsvæðinu það sem af er ári en ekki liggur fyrir hvort þessi sprenging tengist öðrum sprengingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist