fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Átta af níu ósáttir við Harald – Sagður vera „óstarfhæfur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjáskot: Stöð 2

Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands, segir lögreglustjórana afar ósátta við störf Haralds Johannessen ríkislögreglustjóra og hafi sú óánægja staðið lengi. Úlfar segir andann hjá lögreglunni vera djúpstæðan og telur hann Harald skyggja á það embætti sem hann gegnir.

Frá þessu var greint í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og segir þar að átta af níu lögreglustjórum hafa lýst yfir óánægju sinni á Haraldi. Vantraust af þessari stærðargráðu er fordómalaus á Íslandi að sögn Úlfars og bætir hann við að Haraldi hafi boðist starfslokasamningur í sumar sem hann ákvað að ekki þiggja.

Þá segir Úlfar mikla óánægju hafa myndast innan lögreglunnar í kjölfar viðtalsins við ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum. Úlfar kveðst hafa rætt við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um málið og var mjög skýr á fundi við hana. Hann segir Áslaugu vera vel meðvitaða um hvað hefur farið fram.

Úlfar segir:

„Við lögðum spilin á borðið á fundi með Áslaugu Örnu. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur … Hann nýtur ekki trausts.“

Úlfar talar fyrir hönd átta af níu lögreglustjóra. Sá níundi er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum, en samkvæmt fréttastofu neitar hann að taka þátt í yfirlýsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar