fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar: „Aldrei bjóða hættum heim“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. júní 2017 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Umræðan um vopnaburð lögreglu ætlar engan endi að taka og nú hefur Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra og þingmaður tjáð sig um þennan nýja veruleika þar sem vopnaðir lögreglumenn verða sýnilegir á stórviðburðum. Hann segir að slíkt auki líkur á ofbeldi og hættu á að það sé þeim mun alvarlegra.

Þegar sú umræða kom upp fyrir nokkrum árum síðan að vígbúa lögreglu gerði Árni Páll við það athugasemdir og er það hans mat að „blessunarlega“ hafi verið komið í veg fyrir það, því séu almennir lögreglufulltrúar ekki vopnum búnir dags daglega.

Árni Páll rifjar upp gott samstarf sitt við Ólöfu Nordal heitna þegar hún gegndi embætti innanríkisráðherra, sem hann segir að hafi verið „sérlega framsýn í því starfi“. Það tókst að aflétta leynd af reglugerð um vopnaburð lögreglu og þar með fékk almenningur þá vitneskju að lögreglan hafði leyfi við sérstakar aðstæður til að beita vopnum. Það hafi verið mikið „heillaskref“ að aflétta þeirri leyndarhyggju og gera opinberar reglurnar um þessi mál.

Ólöfu tókst ekki að ljúka því mikla verkefni sem var að koma á þverpólítísku eftirliti með störfum lögreglunnar og Árni segir að það sé hlutverk þeirra stjórnvalda sem nú séu við völd að ljúka því þarfa starfi. Endurmeta þarf valdbeitingarheimildir og hvernig þeim er beitt.

Ekkert vestrænt lýðræðisríki býr við þannig kerfi að stjórnmálamenn ákveði í hverju og einu tilviki hvort ástæða er fyrir lögreglu, á grundvelli hættumats, að hafa vopn tiltæk,

segir Árni Páll.

Nýstofnað Þjóðaröryggisráð er að mati fyrrum formanns Samfylkingarinnar mikil framför þar sem þjóðkjörnir fulltrúar almennings hafi aðgang að hættumati og upplýsingum um þær hættur sem að landinu steðja. Það sé hægt að treysta því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og Jóna Sólveig Elínadóttir, þingkona Viðreisnar sem í ráðinu sitja geri veður út af því ef að þeim þykir lögreglan ganga of langt í viðbúnaði sínum.

Sá hátturinn hefur verið á hér á landi að lögreglan taki fram vopnin þegar hætta er á skotvopnum sé beitt en ekki að lögregla sé vopnuð þó að stór fjöldi fólks komi saman. Þær röksemdir sem notaðar séu eru þær að aðstæður séu breyttar og ef þær upplýsingar sem lögreglan hefur bendi til þess að nauðsynlegt sé að hafa vopnaða lögreglumenn á vaktinni verður að una því mati segir Árni Páll, „annað gengur gegn öllum þeim meginreglum sem við höfum markað.“

Eftir voðaverkin í Útey og Osló sagði Jens Stoltenberg að við ættum að svara slíkri ógn með meira lýðræði, meira gagnsæi og meiri mannúð. En aldrei með „naívíteti“. Þess vegna eigum við að hafa skýrar leikreglur, gott eftirlit með þeim, gagnsæi um boðleiðir. En aldrei bjóða hættum heim,

segir Árni Páll að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð