fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Náttfari segir Sirrý sjálfa siðlausa: „Hún hefði betur látið það ógert“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðiskonan Sirrý Hallgrímsdóttir gagnrýndi Pírata harðlega í pistli sem birtist í Fréttablaðinu um helgina. Í pistlinum gagnrýndi Sirrý siðferði Pírata og gaf í skyn að flokksmenn væru hræsnarar. Í pistli sem birtist á Hringbraut undir nafninu Náttfari er hjólað í Sirrý og sagt að hún geti lítið talað um siðferði annarra.

Sjá einnig: Björn Leví segir Sirrý ljúga í Fréttablaðinu: „Þetta er lygi. Skáldsaga. Bull og þvaður“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem pistil merktur Náttfara vekur athygli en í fyrra var til að mynda sagt að viðbrögð Lilju Alfreðsdóttur við tali sexmenninganna úr Klaustursupptökunum „æfð“ og „sviðsett“. Þá kom í ljós að Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra og forsetaritari, hafi skrifað pistilinn.

Rétt fyrir miðnætti í gær birti Hringbraut pistilinn. „Þegar aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, leyfir sér að gagnrýna aðra fyrir meintan skort á siðferði, þá er við því að búast að margir sperri eyrun. Á baksíðu Fréttablaðsins birtist greinarstúfur eftir Sigríði sl. laugardag þar sem hún setur sig á háan hest og heldur því fram að Pírata skorti siðferði. Um er að ræða ómerkilegt pólitískt hnútukast en Sigríður þessi hefur lengi verið handlangari og sendill hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Náttfari

Náttfari rifjar upp að Sirrý hafi verið aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar. „Þessi skrif skiptu engu máli nema vegna þess að Sigríður var aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar þegar hann var menntamálaráðherra frá 2013 til 2016. Illugi er einn siðlausasti stjórnmálamaður Íslands á síðari áratugum. Er þó af ýmsu að taka. Á stuttum ráðherraferli þurfti Illugi að svara fyrir vægast sagt vafasöm fjárhagstengsl við fyrirtækið Orka Energy sem naut sérstakrar fyrirgreiðslu ráðherrans sem illa gekk að skýra eða réttlæta,“ segir Náttfari.

Fullyrt er að Sirrý hefði betur sleppt þessum pistli. „Nær allir fjölmiðlar landsins fjölluðu ítarlega um málið. Þeim gekk erfiðlega að fá svör frá ráðherra og aðstoðarkonu hans sem fóru undan í flæmingi og reyndu að afvegaleiða fjölmiðla. Siðferðisviðmið Illuga og Sigríðar náðu ekki til þess að segja fjölmiðlum satt um fjárhagsklúður ráðherrans. Illugi hætti í stjórnmálum enda rúinn trausti. Því er skörin farin að færast upp í bekkinn þegar Sigríður Hallgrímsdóttir gagnrýnir aðra fyrir siðleysi. Hún hefði betur látið það ógert,“ segir Náttfari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Í gær

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Í gær

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Í gær

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót