fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Laumaðist inn í íbúð í Skógarbæ og stal Armani og Rolex-úrum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hegningarlaga- og umferðarlagabrot.

Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að hafa, þann 4. júní 2018, farið inn í íbúð vistmanns á dvalarheimilinu Skógarbæ í Breiðholti. Þar stal hann fimm armbandsúrum af gerðinni Armani og Rolex, skartgripum og veski sem innihélt meðal annars 40 til 50 þúsund krónur í reiðufé og tvö greiðslukort. Í kjölfarið stal hann 80 þúsund krónum úr hraðbanka í Smáranum í Kópavogi.

Stuttu síðar, eða þann 11. júní, fór maðurinn inn í ólæsta bifreið við bílastæði Krónunnar í Rofabæ. Þaðan stal hann veski sem innihélt meðal annars gjafakort og lyfseðla. Í nóvember 2018 stal hann svo ýmsu lauslegu úr bíl sem hann fór inn í við verslun Byko á Skemmuvegi.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir umferðalgabrot en hann var í tvígang í október 2018 staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna.

Maðurinn sótti ekki þing við þingfestingu málsins.

Maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki, meðal annars fyrir þjófnað. Fjögurra mánaða fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann sviptur ökuréttindum í fjórtán mánuði og gert að greiða sakarkostnað málsins, rúmar 190 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur
Fréttir
Í gær

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás