fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Laumaðist inn í íbúð í Skógarbæ og stal Armani og Rolex-úrum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hegningarlaga- og umferðarlagabrot.

Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að hafa, þann 4. júní 2018, farið inn í íbúð vistmanns á dvalarheimilinu Skógarbæ í Breiðholti. Þar stal hann fimm armbandsúrum af gerðinni Armani og Rolex, skartgripum og veski sem innihélt meðal annars 40 til 50 þúsund krónur í reiðufé og tvö greiðslukort. Í kjölfarið stal hann 80 þúsund krónum úr hraðbanka í Smáranum í Kópavogi.

Stuttu síðar, eða þann 11. júní, fór maðurinn inn í ólæsta bifreið við bílastæði Krónunnar í Rofabæ. Þaðan stal hann veski sem innihélt meðal annars gjafakort og lyfseðla. Í nóvember 2018 stal hann svo ýmsu lauslegu úr bíl sem hann fór inn í við verslun Byko á Skemmuvegi.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir umferðalgabrot en hann var í tvígang í október 2018 staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna.

Maðurinn sótti ekki þing við þingfestingu málsins.

Maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki, meðal annars fyrir þjófnað. Fjögurra mánaða fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann sviptur ökuréttindum í fjórtán mánuði og gert að greiða sakarkostnað málsins, rúmar 190 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund