fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Alræmdur raðmorðingi: Verður aldrei dæmdur fyrir glæpina þó hann sé á lífi

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 23. september 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið manninn sem drap að minnsta kosti þrjá einstaklinga í borginni Hwaseong, suður af Suður-Kóreu, á árunum 1986 til 1991.

Raðmorðingi hélt borginni í heljargreipum á þessum tíma, en alls voru tíu manns myrtir með hrottalegum hætti í borginni. Morðin eru vel þekkt í Suður-Kóreu og fjallar ein besta bíómynd í sögu landsins, Memories of Murder, um atburðina.

Maðurinn sem lögregla hefur grunaðan um að minnsta kosti þrjú morðin er 56 ára, að sögn lögreglu. Hann afplánar nú þegar lífstíðardóm vegna morðs og nauðgunar á mágkonu sinni árið 1994. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en talið er að lögregla hafi borið kennsl á hann með aðstoð DNA-tækninnar.

Það sem vekur einna mesta athygli er sú staðreynd að maðurinn verður aldrei dæmdur fyrir glæpina sem hann er grunaður um að hafa framið. Ástæðan er sú að í Suður-Kóreu fyrnast glæpir og eru morð engin undantekning. Samkvæmt lögum fyrndust brotin árið 2006

Morðin voru öll framin með svipuðum hætti en fórnarlömbin voru konur á aldrinum 13 til 71 árs. Morðinginn faldi sig ýmist í runnum eða við göngustíga og réðst að fórnarlömbum sínum í skjóli nætur þegar enginn sá til. Var konunum nauðgað áður en þær voru kyrktar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Góð ráð varðandi hönnun – Hægt að fyrirbyggja kostnaðarsöm mistök

Góð ráð varðandi hönnun – Hægt að fyrirbyggja kostnaðarsöm mistök
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem stökk fram af svölum til að fremja sjálfsvíg – Lenti á eldri konu og er sakaður um manndráp

Maður sem stökk fram af svölum til að fremja sjálfsvíg – Lenti á eldri konu og er sakaður um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“