fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Teitur kom með hugmyndir sem virkuðu ekki á Íslandi: ,,Menn voru í skóla, vinnum og áttu fjölskyldu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. september 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Óskar Örn Hauksson sem er einn allra besti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hann hefur leikið með KR í 12 ár og varð Íslandsmeistari með liðinu á mánudag.

Við fengum Óskar til að ræða athyglisverða tíma tímabilið árið 2006 og 2007 þegar Teitur Þórðarson tók við liðinu.

Teitur hafði lengi verið að þjálfa erlendis áður en hann ákvað að taka boði KR um að snúa aftur heim.

Það var gríðarleg harka á æfingum eftir að Skagamaðurinn tók við og hefur Óskar aldrei kynnst öðru eins.

,,Þetta var bara dæmi sem var ekki að ganga upp. Ég kem seinna árið hans og þá var þetta aðeins búið að mildast,“ sagði Óskar.

,,Það voru útihlaup, vakna sjö á morgnanna og lyfta og hlaupa og allt það. Svolítið gamaldags ef hægt er að segja það.“

,,Við vorum með tiltölulega gamalt lið og menn í skóla og vinnum með fjölskyldur. Þetta var bara of mikið.“

,,Menn voru búnir á því þegar mótið byrjaði. Það sýndi sig, við vorum í brasi allt það tímabil.“

Óskar segir svo að hann hafi aldrei upplifað eins tíma á ferlinum.

,,Nei. Hann var lengi frá Íslandi og ætlaði að taka þetta alveg með trukki og allt það en þetta var bara ekki rétt nálgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“