fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Íslenskur unglingur talinn hafa veikst vegna rafrettunotkunar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 16:16

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Landlækni leikur grunur á að veikindi íslensks unglings megi rekja til notkunar hans á rafrettum.

„Nýverið greindist lungnasjúkdómur hjá unglingi þar sem grunur leikur á að veikindin tengist notkun á rafrettum. Birtingarmynd sjúkdómsins svipar til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Viðkomandi er á batavegi,“ segir í tilkynningu á vef Landlæknis.

Í tilkynningu er einnig vikið til þess að faraldur alvarlegra lungnasjúkdóma gangi nú yfir Bandaríkin, en margt sé enn á huldu varðandi veikindin. Stór hluti þeirra veiktu séu hins vegar neytendur rafrettu-vökva sem inniheldur afleiðu kanabiss, en ekki er þó hægt að fullyrða að veikindin séu aðeins bundin við slíkan vökva.

Í ljósi ofangreindra upplýsinga vill Landlæknir árétta eftirfarandi:

  1. „Börn eiga ekki að nota rafrettur, hvaða nöfnum sem þær nefnast og varar landlæknir sterklega við því. Vitað er að fjöldi barna hefur prófað rafrettur og umtalsverður hluti notar þær að staðaldri, eða um 10% ungmenna í 10. bekk. Kannanir gefa til kynna að hlutfall barna sem notar rafrettu hafi farið hratt hækkandi undanfarin ár. Foreldrar eru hvattir til að ræða þetta mál við börn sín.
  2. Skólastjórnendur og kennarar eru hvattir til að framfylgja banni við notkun rafretta á skólalóðum.
  3. Þeim sem vilja hætta tóbaksreykingum er bent á að nota viðurkennda meðferð við nikótínfíkn að viðhöfðu samráði við lækni; rafrettur eru ekki gagnreynd meðferð. Ekki er þó mælt með að fólk snúi frá rafrettum og aftur að tóbaksreykingum sem eru, miðað við núverandi þekkingu, skaðlegri.
  4. Þeir sem velja að nota rafrettur eru hvattir til að kaupa tæki og efni einungis af viðurkenndum söluaðilum. Hámarksstyrkleiki nikótínvökva er lögum samkvæmt 20 mg/ml og notendur rafretta sterklega varaðir við því að blanda vökva sjálfir.
  5. Einstaklingar sem nota rafrettur og fá einkenni frá lungum eins og hósta, uppgang, mæði og verk fyrir brjósti er ráðlagt að leita til læknis. Önnur einkenni sem lýst hefur verið í tengslum við rafrettunotkun í Bandaríkjunum eru einkenni frá meltingarvegi, líkt og ógleði, uppköst og niðurgangur, þreyta, hiti og þyngdartap.
  6. Læknar eru beðnir að vera á varðbergi gagnvart slíkum einkennum og spyrja skjólstæðinga sýna um rafrettunotkun (leiðbeiningar verða birtar um hvað skal spyrja). Læknar eru beðnir að tilkynna tilvik þar sem grunur er um veikindi tengd rafrettunotkun til landlæknis, í síma 510-1900. Ef margar tilkynningar berast kemur til álita að virkja sérstakan greiningarkóða.
  7. Heilbrigðisyfirvöld munu skoða hvort gripið verði til viðbragða vegna mikillar rafrettunotkunar barna, t.d. með því að takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða sérstaklega til þeirra.
  8. Neytendastofa sem fer með eftirlit með rafrettum hefur verið upplýst.
  9. Embætti landlæknis vinnur að skipan vinnuhóps sem ætlað er að skoða aðgerðir til að vinna gegn faraldri rafrettunotkunar hjá börnum.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar