Þann 16. september síðast liðinn barst Lögreglustjóranum á Suðurnesjum tilkynning frá Tollgæslunni á Flugstöð Leifs Eiríkssonar um farþega sem væri grunaður um að hafa fíkniefni meðferðis.
Um var að ræða konu sem viðurkenndi við tollgæslu að hafa 50 pakkningar af ætluðum fíkniefnum sem hún hafði falið í nærfötum sínum og í smellupoka. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er konan íslensk.
Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms.
Lögregla óskaði eftir gæsluvarðhaldi þar sem rannsókn væri skammt á veg komin og líklegt talið að konan myndi torvelda rannsókn, eyðileggja eða koma undan sönnunargögnum.
Heildarþyngd fíkniefnanna voru 401,24 grömm af kókaíni og tæplega hálft gramm af amfetamíni.
Var konunni gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 24. september og skal hún sæta einangrun á meðan.