fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Aron Sigurjónsson og Albert Þór Gíslason hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir.

Þeir eru sagðir hafa svipt frelsi manns aðfaranótt laugardagsins 1. júlí 2017 skammt frá Hverafold 5 í Reykjavík. Í kærunni stendur að Daníel og Albert hafi svipt frelsi mannsins í að minnsta kosti fjóra til sex klukkustundir með því að hafa veist að honum með ofbeldi og hótunum um ofbeldi.

Þá eru þeir einnig sagðir hafa neytt manninn upp í bifreið og ekið með hann um höfuðborgarsvæðið. Meðal annars var stöðvað við Rauðavatn, Rimahverfi í Grafarvogi og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og að lokum var honum ekið heim.

Albert Þór er þá sagður hafa snúið hann niður, haldið honum, löðrungað hann og lamið hann með krepptum hnefa í andlit og höfuð. Þá er hann einnig sagður hafa sparkað í rass mannsins.

Í ákæru segir:

Ákærði Daníel Aron ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn ef hann færi ekki inn í bifreiðina og eftir að inn í bifreiðina kom

Daníel Aron er sagður hafa ógnað manninum með hamri og hótað að brjóta á honum hausinn ef hann færi ekki inn í bifreiðina. Þegar inn í bifreiðina er komið er Daníel sagður hafa ekið bílnum á meðan Albert er sagður hafa löðrungað manninn ítrekað ásamt því að slá hann með krepptum hnefa í andlit og höfuð. Þá er Albert einnig sagður hafa rifið í hár mannsins og margsinnis tekið hann hálstaki og hótað að drepa hann.

Í kærunni kemur fram að vegna þessa hafi maðurinn hlotið nefbeinabrot, tvær kúlur í hnakka og þreifieymsli þar yfir og umhverfis. Hann var marinn og bólginn á neðri augnlokum og á augnsvæði beggja augna. Þá fékk hann einnig tárublæðingu í vinstra auga, þreifeymsli yfir báðum kinnbeinum, neðri kjálka og á neðri brún augnumgjarðar vinstra megin. Auk þess fékk maðurinn marbletti yfir viðbeini beggja vegna, yfirborðsáverka á hálsi og hruflsár á hægra hné.

Maðurinn krefst þess að Daníel og Albert greiði honum tvær og hálfa milljón í miskabætur auk vaxta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur
Fréttir
Í gær

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás