fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Allt of miklar kröfur í Árbænum? – Helgi getur náð besta árangrinum í 10 ár

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í síðustu viku þegar Fylkir sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að Helgi Sigurðsson myndi ekki halda áfram, sem þjálfari liðsins.

Fylkir átti þá þrjá leiki eftir og sigur á Víkingi í gær kemur félaginu í góða stöðu fyrir tvo síðustu leikina. Þannig getur Fylkir komist upp í fjórða sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í næstu umferð Þar gæti félagið einnig jafnað stigamet sitt í efstu deild frá 2009. Fylkir náði í 31 stig síðast í efstu deild, árið 2012.

Helgi er að klára sitt þriðja tímabil með Fylki, hann flaug með liðið strax upp úr næst efstu deild. Hann hefur svo náð að festa félagið í sessi í efstu deild.

Fylkir gæti átt veika von á Evrópusæti með sigri á Stjörnunni, félagið þarf þá að treysta á að FH tapi gegn KR og Grindavík. Fylkir á útileik gegn KA í síðustu umferð.

Það þarf að fara til ársins 2009 til að finna betri árangur en Helgi getur náð með Fylki. Fylkir fékk 43 stig árið 2009 og endaði í þriðja sæti, þá var Ólafur Þórðarson þjáfari liðsins.

Helgi tjáði sig um málið í gær við Vísir.is og sagði að kröfurnar í Árbænum, væru kannski of miklar.

„Það er frábært að sjá þessa stráka dafna. Ég tók við þeim í Inkasso-deildinni og verkefnið var að koma liðinu upp og festa það í sessi í efstu deild. Við höfum staðist allar raunir. Við erum í 5. sæti núna og eigum möguleika að komast enn ofar. Það eru kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum. Ég veit ekki,“ sagði Helgi við Vísi.

Árangur Fylkis frá 2009:
2019 – ? Geta náð í 34 stig sem skilar líklega 4 sæti
2018 – 8 sæti í efstu deild
2017 – 1 sæti í næst efstu deild
2016 – 11 sæti í efstu deild og féllu
2015 – 8 sæti í efstu deild
2014 – 6 sæti í efstu deild
2013 – 7 sæti í efstu deild
2012 – 7 sæti í efstu deild
2011 – 7 sæti í efstu deild
2010 – 9 sæti í efstu deild
2009 – 3 sæti í efstu deild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt