fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Þetta eru fjölförnustu flugvellir heims

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hartsfield-Jackson flugvöllurinn í Atlanta í Bandaríkjunum er fjölfarnasti flugvöllur heims. Þetta er í 21. skiptið í röð sem flugvöllurinn skipar efsta sætið á listanum, samkvæmt frétt CNN.

Alls fóru 108,4 milljónir farþega um flugvöllinn á síðasta ári sem er 3,3 prósenta aukning frá árinu 2017. Í öðru sæti er Beijing Capital International-flugvöllurinn en 101 milljón farþega fór um flugvöllinn árið 2018.

Flugumferð hefur aukist mikið á undanförnum árum og skiptir þá engu hvort átt er við farþegaflug eða fragtflug. Flugferðum með farþega fjölgaði um 6,4 prósent á heimsvísu í fyrra en flugferðum með farm fjölgaði um 3,4 prósent.

Þá er bent á að fyrir 10 árum voru aðeins 16 flugvellir í heiminum sem náðu því að taka á móti minnst 40 milljónum farþega, en á liðnu ári voru þeir 54 talsins.

Fjölförnustu flugvellir heims:

1. Hartsfield-Jackson Atlanta, Bandaríkin: 108,4 milljónir

2. Beijing Capital International, Kína: 101 milljón

3. Dubai International, Sameinuðu arabísku furstadæmin: 89,1 milljón

4. Los Angeles International, Bandaríkin: 87,5 milljónir

5. Haneda-flugvöllur í Tókýó, Japan: 86,9 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir
Fréttir
Í gær

Formaður VM fjallar um ágreining útgerðarmanna – „Ég hef ekki sjálfur þurft að glíma við Binna blanka“

Formaður VM fjallar um ágreining útgerðarmanna – „Ég hef ekki sjálfur þurft að glíma við Binna blanka“
Fréttir
Í gær

Hjónin sem urðu fyrir fordómum í Keflavík stækka við sig – „Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt“

Hjónin sem urðu fyrir fordómum í Keflavík stækka við sig – „Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt“