fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Sauð upp úr á Cafe Amour: Þorbergur rotaði mann með einu höggi og rústaði gleraugum annars

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2019 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbergur nokkur hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Cafe Amour á Akureyri. Atvikið átti sér stað þann 24. febrúar í fyrra.

Þorbergur var dæmdur fyrir að hafa kýlt mann með krepptum hnefa í andlitið. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa í beinu framhaldi slegið eða kýlt annan mann í andlitið þegar sá ætlaði að koma félaga sínum til aðstoðar, en var hann þó sýknaður af þeim lið ákæru þar sem ekki þótti það sannað þannig að hafið væri yfir skynsamlegan vafa.

Höggið virðist hafa verið nokkuð þungt því fyrr maðurinn rotaðist. Sá síðari hlaut bólgu á andlit og gleraugu sem hann var með á sér eyðilögðust. Í dómi kemur lítið fram um aðdraganda árásarinnar: „Aðdragandi árásar hans byrjaði með óviðurkvæmilegum ummælum   hans   við   brotaþolann X,“ segir þó í dómi.

Þorbergur var dæmdur til að greiða fyrri manninum 400 þúsund krónur í bætur auk tæplega 200 þúsundum í málskostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn keypti forláta flíspeysu fjármálaráðherra

Helgi Hrafn keypti forláta flíspeysu fjármálaráðherra